Fótbolti

Skemmtileg staðreynd um sigurvegarann Fernando Torres

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Mynd/Nordic Photos/Getty

Fernando Torres skoraði fyrra mark Chelsea í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Benfica í Amsterdam og tryggði sér sigur í Evrópudeildinni.

Torres hefur þar með unnið þrjá titla með Chelsea síðan að hann kom til félagsins frá Liverpool í janúarglugganum 2011.

Það átti sig samt örugglega ekki allir á því að Fernando Torres er nú handhafi fjögurra af eftirsóttustu titlunum í fótboltanum og verður það næstu tíu dagana eða þar til að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram.

Fernando Torres er nefnilega bæði ríkjandi Heims- og Evrópumeistari með spænska landsliðinu, vann Evrópudeildina í kvöld og Meistaradeildina fyrir tæpu ári síðan. Hann skoraði í úrslitaleik EM 2012 sem og í úrslitaleiknum í kvöld.

Juan Mata var líka með í öllum þessum fjórum titlum en tók ekki þátt í úrslitaleiknum á HM 2010 og spilaði aðeins í 20 mínútur á öllu mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×