Fótbolti

Ein sú allra besta verður áfram hjá Lyon

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lotta Schelin.
Lotta Schelin. Mynd/Nordic Photos/Getty

Lotta Schelin, ein allra besta knattspyrnukona heims, hefur gert nýjan þriggja ára samning við franska félagið Olympique Lyon en hún hefur spilað með Lyon-liðinu frá 2008 og á um næstu helgi möguleika að vinna Meistaradeildina í þriðja sinn.

Lotta Schelin er 29 ára framherji sem hefur skorað 51 mark í 188 landsleikjum fyrir Svía. Hún skoraði 3 mörk í tveimur sigrum Svía á Íslandi á þessu ári og skoraði einnig þrjú mörk hjá Þóru Björgu Helgadóttir í tveimur leikjum Lyon og LdB Malmö í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Þetta er frábært. Ég er ánægð og spennt fyrir að halda áfram ævintýri mínu í Lyon," sagði Lotta Schelin við Dagens Nyheter. Schelin er búin að skora 22 mörk í 14 deildarleikjum á þessu tímabili auk þess að skora 7 mörk í 5 leikjum í Meistaradeildinni þar af fjögur þeirra í undanúrslitaleikjunum.

Olympique Lyon í möguleika á því að vinna þrennuna í ár en liðið er orðið franskur meistari og komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar (mæta Wolfsburg 23.maí) og í bikarúrslitaleikinn (mæta Saint-Étienne 9. júní).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×