Fótbolti

Segjast vera með hreina samvisku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nelson Oliveira, leikmaður Deportivo de La Coruna.
Nelson Oliveira, leikmaður Deportivo de La Coruna. Mynd/NordicPhotos/Getty
Forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hafa nú hafið rannsókn á deildarleik milli Levante og Deportivo La Coruna sem fram fór í aprílmánuði en grunur er um að úrslitum leiksins hafi verið hagrætt.

Juan Carlos Santamaria, forráðamaður spænsku deildarinnar, staðfesti fréttir spænskra fjölmiðla um að umræddur leikur væri í skoðun.

Deportivo La Coruna vann leikinn 4-0 á útivelli en Deportivo-liðið var þá mun neðar en Levante í töflunni. Jose Barkero, framherji Levante, ásakaði liðsfélaga sína eftir leikinn um að hafa ekki lagt sig fram í leiknum en hann dró þau ummæli síðan til baka.

Levante gaf út yfirlýsingu á heimasíðu sinni um að félagið muni gera allt sitt til að hjálpa til við rannsóknina. "Samviska okkar er hrein," var síðan haft eftir Fernandez Vazquez, þjálfara Deportivo.

Deportivo La Coruna er í harðri fallbaráttu en var þarna að vinna sinn þriðja leik í röð en liðið var í neðsta sætinu fyrir sigurgönguna. Liðið er ekki lengur í fallsæti en þó aðeins einu stigi frá öruggu sæti. Levante hefur hinsvegar tapað fjórum leikjum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×