Kubica vill bara vera í formúlunni Birgir Þór Harðarson skrifar 3. maí 2013 20:45 Kubica var heppinn að sleppa lifandi eftir að vegrið gekk nánast í gegnum hann og klippti af honum hægri höndina svo að hún hékk aðeins á taugunum niður í handlegginn. Robert Kubica, pólverjinn sem varð í hræðilegu rallýslysi í febrúar 2010, segist vilja snúa aftur í Formúlu 1 sem fyrst enda sé það eina mótaröðin sem hann vilji taka þátt í. Kubica hefur verið í stífri endurhæfingu þessi þrjú ár og tekið þátt í minniháttar rallýmótum undanfarið. „Núna er helsta takmark mitt að gerast eins líkamlega góður og ég get,“ sagði Kubica í viðtali við Autosport. Hann staðfesti einnig að hann hefði fengið tækifæri til að spreyta sig í bílhermi Mercedes-formúluliðsins. „Ég get ekki enn ekið einssætisbílum en sjónin er ekki á götubílum eins og er.“ Kubica var boðið keppnissæti í DTM, þýska götubílameistaramótinu, en hann hafnaði því. „DTM er einhver besta mótaröð í heimi en ég er búinn að ákveða að stefna annað.“ Kubica er samt raunsær og segir litlar líkur á því að hann verði nokkur tíma nógu góður til að keppa í Formúlu 1 á ný. „Það eru engar sérstakar líkur á því hvort ég snúi aftur en það er heldur ekkert afráðið að ég fái tækifæri. Ég ætla að reyna mitt besta.“Það sakna allir Pólverjans snögga. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Robert Kubica, pólverjinn sem varð í hræðilegu rallýslysi í febrúar 2010, segist vilja snúa aftur í Formúlu 1 sem fyrst enda sé það eina mótaröðin sem hann vilji taka þátt í. Kubica hefur verið í stífri endurhæfingu þessi þrjú ár og tekið þátt í minniháttar rallýmótum undanfarið. „Núna er helsta takmark mitt að gerast eins líkamlega góður og ég get,“ sagði Kubica í viðtali við Autosport. Hann staðfesti einnig að hann hefði fengið tækifæri til að spreyta sig í bílhermi Mercedes-formúluliðsins. „Ég get ekki enn ekið einssætisbílum en sjónin er ekki á götubílum eins og er.“ Kubica var boðið keppnissæti í DTM, þýska götubílameistaramótinu, en hann hafnaði því. „DTM er einhver besta mótaröð í heimi en ég er búinn að ákveða að stefna annað.“ Kubica er samt raunsær og segir litlar líkur á því að hann verði nokkur tíma nógu góður til að keppa í Formúlu 1 á ný. „Það eru engar sérstakar líkur á því hvort ég snúi aftur en það er heldur ekkert afráðið að ég fái tækifæri. Ég ætla að reyna mitt besta.“Það sakna allir Pólverjans snögga.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira