Fótbolti

Eitthvað sögulegt mun gerast í þessum leik

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp.
Borussia Dortmund mætir á Santiago Bernabeu í kvöld með 4-1 forskot á Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Gott forskot en þjálfari liðsins, Jürgen Klopp, veit að hans menn verða að gæta að sér.

"Það er allt hægt í fótbolta. Eitthvað sögulegt mun gerast í þessum leik. Það verður sögulegt ef við förum í úrslit. Ef við verðum slegnir út þá verður það líka sögulegt. Aðalatriðið hjá okkur er að halda einbeitingu," sagði Klopp sem hefur þó ekki áhyggjur af því að hans lið fari á taugum.

"Mitt lið hefur margoft sýnt að það stendur sig vel undir pressu. Strákarnir eru hugrakkir og þess vegna erum við komnir í þessa stöðu.

"Við ætlum ekki að leggjast í vörn. Real Madrid getur skapað mikinn usla enda með frábært sóknarlið rétt eins og við."

Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×