Pinewood kvikmyndaverið haslar sér völl vestan hafs 29. apríl 2013 15:03 Breska kvikmyndaverið Pinewood hefur tilkynnt um byggingu fyrsta hljóðvers síns í Bandaríkjunum. Kvikmyndaverið mun bera heitið Pinewood Atlanta en það verður byggt á stórri lóð fyrir sunnan borgina Atlanta í Georgíu. Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að hljóðverið verði byggt í samvinnu við fjárfestingasjóðinn River´s Rock og að bygging þess hefjist strax. Pinewood er þekktasta kvikmyndaver Bretlands og þar eru m.a. allar James Bond myndirnar framleiddar. Það hefur hinsvegar ekki rekið kvikmynda- eða hljóðver í Bandaríkjunum áður. Fram kemur í fréttinni að ráðamenn í Georgíu hafa gert mikið í því að laða kvikmyndagerð frá Hollywood og til ríkisins með ýmsum fjárhagslegum ívilnunum. Frá árinu 2008 hafa framleiðendur kvikmynda og sjónvarpsþátta getað fengið 20% til 30% skattaafslátt í ríkinu ef þeir verja meir en hálfri milljón dollara innan Georgíu. Í boði er 10% afsláttur í viðbót ef þeir koma ríkismerki Georgíu fyrir í þáttum sínum eða kvikmyndum. Þessi stefna hefur borið þann ávöxt að veltan í kvikmyndaiðnaðinum í Georgíu var yfir 3 milljarðar dollara í fyrra. Fyrir fimm árum var þessi velta aðeins 244 milljónir dollara á ári. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breska kvikmyndaverið Pinewood hefur tilkynnt um byggingu fyrsta hljóðvers síns í Bandaríkjunum. Kvikmyndaverið mun bera heitið Pinewood Atlanta en það verður byggt á stórri lóð fyrir sunnan borgina Atlanta í Georgíu. Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að hljóðverið verði byggt í samvinnu við fjárfestingasjóðinn River´s Rock og að bygging þess hefjist strax. Pinewood er þekktasta kvikmyndaver Bretlands og þar eru m.a. allar James Bond myndirnar framleiddar. Það hefur hinsvegar ekki rekið kvikmynda- eða hljóðver í Bandaríkjunum áður. Fram kemur í fréttinni að ráðamenn í Georgíu hafa gert mikið í því að laða kvikmyndagerð frá Hollywood og til ríkisins með ýmsum fjárhagslegum ívilnunum. Frá árinu 2008 hafa framleiðendur kvikmynda og sjónvarpsþátta getað fengið 20% til 30% skattaafslátt í ríkinu ef þeir verja meir en hálfri milljón dollara innan Georgíu. Í boði er 10% afsláttur í viðbót ef þeir koma ríkismerki Georgíu fyrir í þáttum sínum eða kvikmyndum. Þessi stefna hefur borið þann ávöxt að veltan í kvikmyndaiðnaðinum í Georgíu var yfir 3 milljarðar dollara í fyrra. Fyrir fimm árum var þessi velta aðeins 244 milljónir dollara á ári.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira