Fótbolti

Bayern og Barca mætast

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bæjarar töpuðu í úrslitaleik gegn Chelsea á heimavelli í fyrra.
Bæjarar töpuðu í úrslitaleik gegn Chelsea á heimavelli í fyrra. Nordicphotos/Getty
Barcelona mætir Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Í hinum leiknum mætast Borussia Dortmund og Real Madrid.

Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag. Í öðrum leiknum mætast toppliðin á Þýskalandi og Spáni en í hinum leiknum núverandi landsmeistarar landanna.

Þýska liðin eiga fyrri leikinn á heimavelli. Fyrri leikirnir fara fram 23. og 24. apríl og síðari leikirnir viku síðar. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley þann 25. maí.


Tengdar fréttir

Innkoma Messi breytti öllu

Barcelona slapp með skrekkinn gegn franska liðinu PSG í kvöld og komst áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á útivallamarkareglunni.

Real áfram þrátt fyrir tap

Galatasaray lét Real Madrid hafa fyrir hlutunum í síðari viðureign liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Bayern ekki í vandræðum á Ítalíu

Bayern München komst örugglega áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur á Juventus á Ítalíu í kvöld og 4-0 samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×