Fótbolti

Ancelotti vill framlengja samning sinn hjá PSG

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti, þjálfari Paris St Germain.
Carlo Ancelotti, þjálfari Paris St Germain. Mynd/Nordic Photos/Getty
Carlo Ancelotti, þjálfari Paris St Germain, sækist eftir því að fá nýjan samning við franska félagið. PSG komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og er á góðri leið með því að vinna frönsku deildina í fyrsta sinn síðan 1994.

„Ég hef ákveðið það að ég vill vera hér áfram," sagði Carlo Ancelotti en samningur hans rennur út í júní. Það er klausa í samningnum um að hann fái eins árs framlengingu endi liðið meðal þriggja efstu í frönsku deildinni.

„Hlutirnir eru á tæru. Mitt starf verður metið í lok tímabilsins. Ef allir eru ánægðir þá er ég sáttur að halda áfram. Við gætum þá framlengt ævintýrið okkar," sagði Carlo Ancelotti.

Nasser, forseti franska félagsins, talaði um það í síðasta mánuði að hann óskaði þess að Carlo Ancelotti og íþróttastjórinn Leonardo yrðu áfram hjá félaginu.

Ancelotti tók við PSG í desember 2011 og liðið varð í 2. sæti í fyrra. Liðið er nú með sjö stiga forskot á Olympique Marseille þegar sjö umferðir eru eftir. Liðið datt út fyrir Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á færri mörkum skoruðum á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×