Fótbolti

Van Persie sakar UEFA um heigulshátt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie.
Robin van Persie. Mynd/Nordic Photos/Getty
Robin van Persie, framherji Manchester United, er allt annað en sáttur með frammistöðu forráðamanna dómaranefndar UEFA í kjölfars leiksins á móti Real Madrid þar sem tíu menn United duttu út úr Meistaradeildinni.

Tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakir raki Nani útaf í leiknum og það sló allt United-liðið út af laginu enda menn þar á bæ mjög ósáttir með þessa ákvörðun. Real Madrid skoraði tvö mörk manni fleiri og tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum.

„Rauða spjaldið hans Nani var mjög ósanngjarnt. Þetta var ekki einu sinni gult spjald eða aukaspyrna. Nani gat ekkert gert við þessu og hann varla snerti Arbeloa," sagði Robin van Persie á blaðamannafundi fyrir landsleik Hollendinga á móti Eislandi í undankeppni HM á morgun.

„Það versta við þetta er að UEFA styður þessa ákvörðun dómarans. Það er heigulsháttur sem ég hreinlega skil ekki," sagði van Persie en enn á ný komst hann ekki lengra en í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.

„Ég skildi heldur ekki hvernig stóð á því að þessi maður dæmdi svona stóran leik. Óþekktur dómari sem hefur ekki dæmt alvöru leik í marga mánuði," sagði Van Persie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×