Fótbolti

Pique vill fá Pepe til Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gerard Pique og Pepe.
Gerard Pique og Pepe. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gerard Pique, miðvörður Barcelona og spænska landsliðsins, væri alveg til í að fá Portúgalann Pepe til félagsins ef hann fengi að velja einhvern leikmann Real Madrid.

Spænskir fjölmiðlamenn hafa verið duglegir að undanförnu að spyrja leikmenn Barcelona og Real Madrid á víxl hvaða leikmenn erkifjendanna þeir vildu fá yfir í sitt lið. Marca spurði Pique að þessu.

„Hvaða leikmann Real Madrid vildi ég fá til Barcelona? Einn Pepe, einn (Sergio) Ramos og einn (Raphael) Varane," svaraði Gerard Pique en allt eru þetta miðverðir eins og hann.

„Miðað við öll meiðsli okkar varnarmanna þá þurftum við mesta hjálp þeim megin á vellinum. Svo má auðvitað ekki gleyma heldur Iker [Casillas]," sagði Pique.

Gerard Pique segir að allt sé í góðu á milli leikmanna Barcelona og Real Madrid í spænska landsliðinu.

„Við viljum allir berjast fyrir heiður okkar félags en við stöndum allir saman með spænska landsliðinu. Það var ekki gott á milli leikmanna félagana um tíma en það er löngu liðið. Nú höfum við allir sömu markmið," sagði Pique.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×