Ber þungar sakir á embætti sérstaks saksóknara Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. mars 2013 18:30 Embætti sérstaks saksóknara þverbrýtur reglur um meðferð sakamála, segir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings. Hann segir að það hafi verið mistök að stofna embættið og stjórnvöld hefðu frekar átt að láta Ríkissaksóknara um meðferð mála sem tengdust bankahruninu. Fyrir tæpum tveimur vikum ákærði sérstakur saksóknari Sigurð og átta aðra fyrrverandi starfsmenn Kaupþings fyrir markaðsmisnotkun og umboðsvik sem framin voru á árunum fyrir hrun Kaupþings. Áður hafði Sigurður ásamt helstu stjórnendum Kaupþings verið ákærður fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í svokölluðu al-Thani máli. Sigurður segir að svo virðist vera sem embætti sérstaks saksóknara líti á það sem mælikvarða fyrir árangur sinn að finna aðila sem eru sekir um eitthvað sem á að hafa gerst fyrir bankahrun. Embættið svífist einskis í því og brjóti lög og reglur sem snúi að rannsókn svona mála. Hann ber þungar sakir á embættið. „Þetta embætti hlerar samtöl sakborninga við lögmenn og eyðir ekki einu sinni þeim gögnum eftir hlustun. Embættið hefur notað skjal um einn mann í héraðsdómi til að fá handtökuheimild fyri annan mann. Embættið hefur skrökvað að alþjóðalögreglunni, Interpol, það er látið henni í té rangar upplýsingar til að fá undirritaðan settan á einhverskonar glæpamannalista úti í heimi. Embættið notar skýrslu rannsakenda sem ákæruskjal og hann er sjálfur yfirmaður rannsakendanna, en rannsakendur eiga að kanna bæði sekt og sýknu. Þetta embætti afhendir ekki verjendum öll gögn og ekki innan tímaramma laganna. Þetta embætti leggur fram viðbótargögn eftir að ákæra hefur verið lögð fram og starfsmenn þessa embættis leggjast svo lágt að selja upplýsingar til þriðja aðila og komast upp með það. Samanber þetta mál Lárusar Weldings og Guðmundar Hjaltasonar," segir Sigurður Einarsson. Hann vill ekki greina nánar frá því í hvaða tilfellum samtöl verjenda og sakborninga hafi verið brotin. Aðspurður segist hann telja að þessi hegðun starfsmanna embættisins sé bæði til komin vegna þrýstings frá samfélaginu og pólitískum þrýstingi. Þá hefði verið eðlilegra að láta Ríkissaksóknara sjá um meðferð efnahagsbrotamála í stað þess að stofna embætti sérstaks saksóknara. „Ég held að í baksýnisspeglinum sé ekki nokkur vafi á því að þetta embætti séu mikil mistök," segir hann. Betur hefði verið hugað að þeim lögum og reglum sem gilda um rannsókn sakamál ef ríkissaksóknari hefði séð um meðferð þeirra. „Ég leyfi mér að efast um að farið hefði verið svo illa með þær reglur og lög sem gilda um rannsókn svona mála. Ég tel að hugað hefði verið raunverulega að því hvort um nokkur afbrot sé að ræða," segir Sigurður. Viðskiptin við al-Thani eru Sigurði hugleikin en hann er þess fullviss að lög hafi ekki verið brotin í þeim viðskiptum. „Það er ekki nokkrum heilvita manni sem dettur í hug að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Ég tala nú ekki um eftir að skilanefnd Kaupþings samdi við Sheik Hammad bin Kalifa al Thani um uppgjör viðskiptanna þar sem hann greiðir þeim stórfé. Það er ekki nokkur leið að telja að þarna sé um sýndarviðskipti að ræða, ekki einu sinni fyrir sérstakan saksóknara. Samt heldur hann því máli til streitu," segir hann. Þá sé farið út í að gefa nýja ákæru um óskyld mál. Sigurður furðar sig á því að al-Thani málið hafi ekki verið sameinað nýju ákærunni og með því séu reglur um málsmeðferð einnig brotnar. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara þverbrýtur reglur um meðferð sakamála, segir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings. Hann segir að það hafi verið mistök að stofna embættið og stjórnvöld hefðu frekar átt að láta Ríkissaksóknara um meðferð mála sem tengdust bankahruninu. Fyrir tæpum tveimur vikum ákærði sérstakur saksóknari Sigurð og átta aðra fyrrverandi starfsmenn Kaupþings fyrir markaðsmisnotkun og umboðsvik sem framin voru á árunum fyrir hrun Kaupþings. Áður hafði Sigurður ásamt helstu stjórnendum Kaupþings verið ákærður fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í svokölluðu al-Thani máli. Sigurður segir að svo virðist vera sem embætti sérstaks saksóknara líti á það sem mælikvarða fyrir árangur sinn að finna aðila sem eru sekir um eitthvað sem á að hafa gerst fyrir bankahrun. Embættið svífist einskis í því og brjóti lög og reglur sem snúi að rannsókn svona mála. Hann ber þungar sakir á embættið. „Þetta embætti hlerar samtöl sakborninga við lögmenn og eyðir ekki einu sinni þeim gögnum eftir hlustun. Embættið hefur notað skjal um einn mann í héraðsdómi til að fá handtökuheimild fyri annan mann. Embættið hefur skrökvað að alþjóðalögreglunni, Interpol, það er látið henni í té rangar upplýsingar til að fá undirritaðan settan á einhverskonar glæpamannalista úti í heimi. Embættið notar skýrslu rannsakenda sem ákæruskjal og hann er sjálfur yfirmaður rannsakendanna, en rannsakendur eiga að kanna bæði sekt og sýknu. Þetta embætti afhendir ekki verjendum öll gögn og ekki innan tímaramma laganna. Þetta embætti leggur fram viðbótargögn eftir að ákæra hefur verið lögð fram og starfsmenn þessa embættis leggjast svo lágt að selja upplýsingar til þriðja aðila og komast upp með það. Samanber þetta mál Lárusar Weldings og Guðmundar Hjaltasonar," segir Sigurður Einarsson. Hann vill ekki greina nánar frá því í hvaða tilfellum samtöl verjenda og sakborninga hafi verið brotin. Aðspurður segist hann telja að þessi hegðun starfsmanna embættisins sé bæði til komin vegna þrýstings frá samfélaginu og pólitískum þrýstingi. Þá hefði verið eðlilegra að láta Ríkissaksóknara sjá um meðferð efnahagsbrotamála í stað þess að stofna embætti sérstaks saksóknara. „Ég held að í baksýnisspeglinum sé ekki nokkur vafi á því að þetta embætti séu mikil mistök," segir hann. Betur hefði verið hugað að þeim lögum og reglum sem gilda um rannsókn sakamál ef ríkissaksóknari hefði séð um meðferð þeirra. „Ég leyfi mér að efast um að farið hefði verið svo illa með þær reglur og lög sem gilda um rannsókn svona mála. Ég tel að hugað hefði verið raunverulega að því hvort um nokkur afbrot sé að ræða," segir Sigurður. Viðskiptin við al-Thani eru Sigurði hugleikin en hann er þess fullviss að lög hafi ekki verið brotin í þeim viðskiptum. „Það er ekki nokkrum heilvita manni sem dettur í hug að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Ég tala nú ekki um eftir að skilanefnd Kaupþings samdi við Sheik Hammad bin Kalifa al Thani um uppgjör viðskiptanna þar sem hann greiðir þeim stórfé. Það er ekki nokkur leið að telja að þarna sé um sýndarviðskipti að ræða, ekki einu sinni fyrir sérstakan saksóknara. Samt heldur hann því máli til streitu," segir hann. Þá sé farið út í að gefa nýja ákæru um óskyld mál. Sigurður furðar sig á því að al-Thani málið hafi ekki verið sameinað nýju ákærunni og með því séu reglur um málsmeðferð einnig brotnar.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira