Sport

Pistorius gæti keppt á HM í Moskvu

Oscar Pistorius.
Oscar Pistorius.
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius fékk í dag leyfi til þess að taka þátt á frjálsíþróttamótum út um allan heim þó svo hann hafi verið kærður fyrir morð í heimalandinu. Réttarhöldin eru ekki hafin.

Dómari í Suður-Afríku veitti Pistorius ferðafrelsi meðan hann bíður réttarhaldanna á þeim forsendum að hann mætti afla sér tekna eins og aðrir.

Umboðsmaður Pistorius, Peet van Zyl, útilokar ekki að Pistorius muni taka þátt á HM í Moskvu en það mót fer fram í ágúst.

"Ef hann er í stuði og nær lágmarkinu þá er HM klárlega mót sem við horfum á," sagði Van Zyl.

"Það er undir honum komið. Það er eðlilega gríðarleg pressa á honum út af réttarhaldinu og svo er hann enn að syrgja unnustu sína."

Pistorius þarf að uppfylla ákveðin skilyrði ef hann ætlar að fara úr landi. Nákvæm ferðatilhögun þarf til að mynda að liggja fyrir að lágmarki viku áður en hann fer.


Tengdar fréttir

Pistorius frjálst að keppa út um allan heim

Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius hefur verið ákærður fyrir morð á unnustu sinni. Honum er engu að síður frjálst að ferðast út um allan heim og keppa í spretthlaupum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×