Fótbolti

Platini segir marklínutæknina vera of dýra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michel Platini, forseti UEFA.
Michel Platini, forseti UEFA. Mynd/AFP
Michel Platini, forseti UEFA, segir að marklínutæknin sé alltof kostnaðarsöm til að hægt verði að taka hana upp í Meistaradeildinni. Platini vill frekar eyða peningnum í yngri flokka starfið.

„Ég vil frekar nota peninginn í yngri flokka starfið og í innviði fótboltans í stað þess að eyða honum í tækni sem kemur sárasjaldan að notum," sagði Michel Platini við BBC en hann mjög ánægður með fimm dómara kerfið.

FIFA ætlar að nota marklínutæknina á HM í Brasilíu 2014 og Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur látið hafa það eftir sér að Platini sé sá eini sem vilji ekki taka slíka tækni upp.

Ef á að nota marklínutæknina í evrópska fótboltanum þyrfti að setja upp kerfið á 280 leikvöngum sem Platini telur að sé algjör óþarfi.

„Kostnaðurinn myndi vera í kringum 54 milljónir evra á fimm árum sem er ansi dýrt til þess eins og leiðrétta mistök sem verða á 40 ára fresti," sagði Platini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×