Sport

Spurði tvöfaldan ÓL-meistara hvort hann hefði hlaupið áður

Bretinn Mo Farah er einn þekktasti hlaupari heims enda vann hann tvo gull á Ólympíuleikunum í London. Það eru þó ekki allir sem þekkja hann.

Farah vann hálfmaraþonið í New Orleans á dögunum og var í kjölfarið tekinn í viðtal hjá sjónvarpsstöð í borginni.

Sú er tók viðtalið hafði greinilega ekki hugmynd um hver Farah var því hún spurði að því hvort hann hefði hlaupið áður? Hélt að hann væri einhver ný hlaupastjarna sem enginn þekkti.

Farah hélt andlitinu vel og svaraði öllu með miklum glans þrátt fyrir þekkingarleysi sjónvarpskonunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×