Perez fljótastur á öðrum degi Birgir Þór Harðarson skrifar 20. febrúar 2013 17:46 Perez ók hraðast í Barcelona í dag. nordicphotos/afp McLaren-nýliðinn Sergio Perez ók hraðast um brautina í Barcelona í dag. Hann, heimsmeistarinn Sebastian Vettel, Lewis Hamilton, Kimi Raikkönen og Fernando Alonso höfðu skipst á að setja besta tíma allan daginn. Það sem af er æfingunum í Barcelona þá lítur allt út fyrir að McLaren, Red Bull, Lotus og Mercedes séu í sérflokki á undan Ferrari, Williams, Force India, Toro Rosso og Sauber. Þó er erfitt að meta það á hringtímunum einum saman hvernig liðin standa fyrir keppnistímabilið. Það er allt eins líklegt að Alonso hafi aðeins verið að kynna sér nýja Ferrari-kostinn enda ók hann ekkert í Jerez fyrir tveimur vikum. En það er nokkurnveginn ljóst að Caterham og Marussia-liðin munu enn á ný há baráttu neðst á listanum eins og þau gerðu í fyrra. Áhugaverðast er að reyna að átta sig hvernig Mercedes-liðið stendur fyrir tímabilið. Hamilton er þó viss um að framför hafi orðið á bílnum síðan í Jerez. „Við erum bara að einbeita okkur að bílnum og að vinna í prógramminu fyrir fyrsta mótið. Það er allt í rétta átt," sagði hann. „Í síðustu prófunum á Jerez virkuðu dekkin ekki alveg nógu vel því bíllinn var ekki alveg rétt stilltur. Hér [í Barcelona] er þetta allt annað."Sebastian Vettel hjálpaði tæknimönnum liðsins við að hylja keppnisbílinn eftir að hann bilaði úti á brautinni í Barcelona í dag.nordicphotos/afp Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
McLaren-nýliðinn Sergio Perez ók hraðast um brautina í Barcelona í dag. Hann, heimsmeistarinn Sebastian Vettel, Lewis Hamilton, Kimi Raikkönen og Fernando Alonso höfðu skipst á að setja besta tíma allan daginn. Það sem af er æfingunum í Barcelona þá lítur allt út fyrir að McLaren, Red Bull, Lotus og Mercedes séu í sérflokki á undan Ferrari, Williams, Force India, Toro Rosso og Sauber. Þó er erfitt að meta það á hringtímunum einum saman hvernig liðin standa fyrir keppnistímabilið. Það er allt eins líklegt að Alonso hafi aðeins verið að kynna sér nýja Ferrari-kostinn enda ók hann ekkert í Jerez fyrir tveimur vikum. En það er nokkurnveginn ljóst að Caterham og Marussia-liðin munu enn á ný há baráttu neðst á listanum eins og þau gerðu í fyrra. Áhugaverðast er að reyna að átta sig hvernig Mercedes-liðið stendur fyrir tímabilið. Hamilton er þó viss um að framför hafi orðið á bílnum síðan í Jerez. „Við erum bara að einbeita okkur að bílnum og að vinna í prógramminu fyrir fyrsta mótið. Það er allt í rétta átt," sagði hann. „Í síðustu prófunum á Jerez virkuðu dekkin ekki alveg nógu vel því bíllinn var ekki alveg rétt stilltur. Hér [í Barcelona] er þetta allt annað."Sebastian Vettel hjálpaði tæknimönnum liðsins við að hylja keppnisbílinn eftir að hann bilaði úti á brautinni í Barcelona í dag.nordicphotos/afp
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira