Fá að lesa útskrift af símtali Davíðs og Geirs Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. febrúar 2013 13:41 Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Mynd/ GVA. Fjárlaganefnd fær að lesa útskrift af símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, þar sem þeir ræddu þrautavaralán til Kaupþings með veði í FIH. Þetta kemur fram í bréfi Seðlabankans til fjárlaganefndar. Nefndn hefur farið fram á að fá útskrift af samtalinu afhenta. Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri, að lánveitingin til Kaupþings hafi ekki verið afgreidd í samræmi við þær reglur um þrautavaralán sem bankastjórn hafði sett sjálf. Þetta megi þó væntanlega að einhverju leyti skýra með því hversu brátt málið bara að. Í bréfinu segir Már jafnframt að hann hafi hugað að því hvernig hann geti komið til móts við fjárlaganefnd vegna kröfu um að fá útskrift af samtalinu afhenta, án þess að brjóta í bága við þagnarskyldu sína. „Seðlabankinn er þvi tilbúinn að hafa svipað fyrirkomulag og haft var gagnvart utanríkismálanefnd og fjárlaganefnd varðandi aðra mikilvæga upptöku á símtali. Það myndi fela í sér að nefndarmenn fengju að lesa útskrift af símtalinu á sérstökum fundi nefndarinnar með fulltrúum Seðlabankans. Nefndarmenn fengju ekki að halda eintökum af því né mætti vitna til þess í skýrslum sem gerðar eru opinberar. Þetta fyrirkomulag myndi hins vegar gera nefndinni kleyft að taka mið af símtalinu, eftir því sem viðeigandi getur talist, í almennum niðurstöðum sínum varðandi það efni sem hún segist hafa til umfjöllunar," segir í bréfinu. Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, segir að málið sé enn ekki komið á það stig að af því geti orðið að nefndarmenn í fjárlaganefnd fái á sjá útskriftina. Hér að neðan getur þú séð bréf Seðlabankans til nefndarinnar. Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Fleiri fréttir Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Sjá meira
Fjárlaganefnd fær að lesa útskrift af símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, þar sem þeir ræddu þrautavaralán til Kaupþings með veði í FIH. Þetta kemur fram í bréfi Seðlabankans til fjárlaganefndar. Nefndn hefur farið fram á að fá útskrift af samtalinu afhenta. Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri, að lánveitingin til Kaupþings hafi ekki verið afgreidd í samræmi við þær reglur um þrautavaralán sem bankastjórn hafði sett sjálf. Þetta megi þó væntanlega að einhverju leyti skýra með því hversu brátt málið bara að. Í bréfinu segir Már jafnframt að hann hafi hugað að því hvernig hann geti komið til móts við fjárlaganefnd vegna kröfu um að fá útskrift af samtalinu afhenta, án þess að brjóta í bága við þagnarskyldu sína. „Seðlabankinn er þvi tilbúinn að hafa svipað fyrirkomulag og haft var gagnvart utanríkismálanefnd og fjárlaganefnd varðandi aðra mikilvæga upptöku á símtali. Það myndi fela í sér að nefndarmenn fengju að lesa útskrift af símtalinu á sérstökum fundi nefndarinnar með fulltrúum Seðlabankans. Nefndarmenn fengju ekki að halda eintökum af því né mætti vitna til þess í skýrslum sem gerðar eru opinberar. Þetta fyrirkomulag myndi hins vegar gera nefndinni kleyft að taka mið af símtalinu, eftir því sem viðeigandi getur talist, í almennum niðurstöðum sínum varðandi það efni sem hún segist hafa til umfjöllunar," segir í bréfinu. Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, segir að málið sé enn ekki komið á það stig að af því geti orðið að nefndarmenn í fjárlaganefnd fái á sjá útskriftina. Hér að neðan getur þú séð bréf Seðlabankans til nefndarinnar.
Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Fleiri fréttir Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Sjá meira
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent