Fótbolti

Real Madrid sættir sig ekki lengur við svona hegðun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, er ekki í neinum vafa um það að Jose Mourinho sé á sínu síðasta tímabili með liðið. Það hefur gengið á ýmsu í vetur og Real-liðið er fyrir löngu búið að missa af spænska meistaratitlinum.

Fréttir af ósættum milli Jose Mourinho og stjörnuleikmanna liðsins, slæmt gengi í titilvörninni og stöðugur orðrómur um að portúgalski stjórinn sé að fara til Paris Saint-Germain hefur stolið senunni í Madrid í vetur.

„Það lítur út fyrir það að hann sé á förum og allt bendir til þess að hann endi hjá Paris St. Germain. Hann segist sjálfur ætla að halda áfram en ég held að svo verði nú ekki. Hlutirnir hafa gengið of langt og Real Madrid sættir sig ekki lengur við svona hegðun hjá þjálfara sínum," sagði Ramon Calderon í útvarpsviðtali við talkSPORT.

Real Madrid mætir Barcelona í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum spænska bikarsins í kvöld, liðin mætast aftur í deildinni um næstu helgi og í næstu viku mætir Real síðan á Old Trafford til að spila seinni leik sinn við Manchester United í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.


Tengdar fréttir

Dómarinn í sviðsljósinu fyrir El Clásico

Dómarinn í El Clásico í kvöld, Alberto Undiano Mallenco, hefur verið mikið malla tannanna á fólki fyrir leik kvöldsins. Það þykir ekki hafa verið góð ákvörðun að setja Mallenco á stórleikinn.

Fabregas svarar ásökunum Mourinho

Það er alvöru fótboltakvöld á Spáni en Barcelona og Real Madrid mætast þá í seinni leik liðanna í undanúrslitum spænska konungsbikarsins. Fyrri leik liðanna lyktaði með jafntefli, 1-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×