Menning

David Byrne með tónleika í Hörpu

Tónlistarmaðurinn David Byrne heldur tónleika í Hörpu þann 18. ágúst ásamt St. Vincent. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð þeirra, Love This Giant, en hún kemur í kjölfar samnefndrar plötu tónlistarmannanna sem kom út í fyrra.

Byrne er trúlega þekktastur fyrir að hafa verið forsprakki nýbylgjusveitarinnar Talking Heads á árum áður, en hann spilaði á tvennum tónleikum hér á landi um miðbik tíunda áratugarins.

Þá hefur hann unnið með íslensku hljómsveitinni Ghostigital, samstarfsverkefni þeirra Einars Arnar Benediktssonar og Curvers Thoroddsen, en hann syngur eitt lag á nýútkominni plötu þeirra.

St. Vincent spilaði í Fríkirkjunni árið 2006 þegar hún hitaði upp fyrir indie-hetjuna Sufjan Stevens. Tvíeykið kemur fram ásamt hljómsveit, og miðasala hefst þann 7. mars á midi.is og harpa.is

Meðfylgjandi myndband er við lagið Who, fyrstu smáskífu plötunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.