Sutil prófar Force India í Barcelona Birgir Þór Harðarson skrifar 19. febrúar 2013 22:45 Sutil ásamt umboðsmanni sínum við dómsuppkvaðningu í Þýskalandi 30. janúar í fyrra. nordicphotos/afp Adrian Sutil mun snúa aftur í Formúlu 1 í vikunni því Force India-liðið hefur staðfest að þýski ofbeldismaðurinn muni fá að spreyta sig á æfingum keppnisliðanna í Barcelona. Sutil ók fyrir Force India frá 2008 til 2011 en var látinn fara í lok þess árs eftir að hafa verið ákærður fyrir að ráðast á viðskiptajöfur frá Lúxembúrg fyrir kínverska kappaksturinn. Sutil barði hann með kampavínsglasi og var dæmdur, fyrir ári síðan, í 18 mánaða skilorðsbundna fangelsisvist og þurfti að borga 200.000 evrur í sekt. En nú er Sutil kominn aftur og vill keppa með Force India í sumar. Liðið á enn eftir að velja sér annan ökumann til að aka við hlið Paul di Resta en Jules Bianchi er einnig um hituna. Bianchi ók fyrir Force India í Jerez fyrir tveimur vikum. Sutil fór og mátaði sætið sitt í höfuðstöðvum liðsins í Silverstone í síðustu viku en þá var aðeins talað um að möguleiki væri á því að Sutil fengi að prófa.Sutil á fleygiferð í Abu Dhabi árið 2011. Hann ók í fjögur ár fyrir Force India áður en hann var látinn fara vegna viðskipahagsmuna liðsins.nordicphotos/afp Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Adrian Sutil mun snúa aftur í Formúlu 1 í vikunni því Force India-liðið hefur staðfest að þýski ofbeldismaðurinn muni fá að spreyta sig á æfingum keppnisliðanna í Barcelona. Sutil ók fyrir Force India frá 2008 til 2011 en var látinn fara í lok þess árs eftir að hafa verið ákærður fyrir að ráðast á viðskiptajöfur frá Lúxembúrg fyrir kínverska kappaksturinn. Sutil barði hann með kampavínsglasi og var dæmdur, fyrir ári síðan, í 18 mánaða skilorðsbundna fangelsisvist og þurfti að borga 200.000 evrur í sekt. En nú er Sutil kominn aftur og vill keppa með Force India í sumar. Liðið á enn eftir að velja sér annan ökumann til að aka við hlið Paul di Resta en Jules Bianchi er einnig um hituna. Bianchi ók fyrir Force India í Jerez fyrir tveimur vikum. Sutil fór og mátaði sætið sitt í höfuðstöðvum liðsins í Silverstone í síðustu viku en þá var aðeins talað um að möguleiki væri á því að Sutil fengi að prófa.Sutil á fleygiferð í Abu Dhabi árið 2011. Hann ók í fjögur ár fyrir Force India áður en hann var látinn fara vegna viðskipahagsmuna liðsins.nordicphotos/afp
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira