Fótbolti

Börsungar misstigu sig gegn Valencia

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Glæsileg markvarsla Victor Valdes í lok leiks Barcelona og Valencia kom í veg fyrir tap fyrrnefnda liðsins í leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli.

Valdes varði frá Roberto Soldado þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum en litlu mátti muna að boltinn hefði hafnað í netinu.

Ever Banega kom Valencia yfir í fyrri hálfleik en Lionel Messi jafnaði metin úr vítaspyrnu, sex mínútum áður en flautað var til hálfleiks.

Litlu mátti því muna að bæði Real Madrd og Barcelona töpuðu sínum leikjum um helgina en Real tapaði í gær fyrir Granada.

Barcelona er þó enn með örugga forystu át oppi deildarinnar en liðið er með 59 stig, tólf stigum meira en Atletico Madrid sem á leik til góða gegn Real Betis í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×