Fótbolti

Ronaldo búinn að skora meira en Messi í janúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Real Madrid og Barcelona mætast á Santiago Bernabéu í kvöld í fyrri leik í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar í fótbolta en það er alltaf mikið um dýrðir þegar þessi tvö stærstu félög spænska fótboltans mætast í El Clásico.

Margir líta á þetta jafnfram sem einvígi á milli snillinganna Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, tveggja bestu fótboltamanna í heimi í dag. Þeir hafa hitað vel upp fyrir leikinn í þessum mánuði og eru saman komnir með 19 mörk í janúar þar af sjö þeirra um síðustu helgi.

Það sem vekur þó athygli að Cristiano Ronaldo, ávallt í öðru sæti á eftir Messi, hefur skorað einu marki meira en Messi í janúar eða 10 mörk á móti 9 mörkum Argentínumannsins. Þeir eru þegar búnir að gera betur í ár en í janúar í fyrra (Messi 7 og Cristiano 6). Messi slær Ronaldo við að því leiti að hann hefur skorað í fyrstu sex leikjum ársins 2013.

Lionel Messi er búinn að skora 17 mörk í 22 leikjum sínum á móti Real Madrid og hefur skorað í þremur síðustu leikjum liðanna. Cristiano Ronaldo hefur aftur á móti skoraði í sex leikjum í röð á móti Barcelona, samtals sjö mörk, en það er met í El Clasico.

Leikir Cristiano Ronaldo með Real Madrid í janúar 2013:

6. janúar - 4-3 sigur á Real Sociedad [2 mörk]

9. janúar, bikar - 4-0 sigur á Celta Vigo [3 mörk]

12. janúar - Markalaust jafntefli við Osasuna [Lék ekki]

15. janúar, bikar - 2-0 sigur á Valencia [0 mörk]

20. janúar - 5-0 sigur á Valencia [2 mörk]

23. janúar, bikar - 1-1 jafntefli við Valencia [0 mörk]

27. janúar - 4-0 sigur á Getafe [3 mörk]

Samtals: 10 mörk í 6 leikjum

Leikir Lionel Messi með Barcelona í janúar 2013:

6. janúar - 4-0 sigur á Espanyol [1 mark]

10. janúar, bikar - 5-0 sigur á Córdoba [Lék ekki]

13. janúar - 3-1 sigur á Malaga [1 mark]

16. janúar, bikar - 2-2 jafntefli við Malaga [1 mark]

19. janúar - 2-3 tap fyrir Real Sociedad [1 mark]

24. janúar, bikar - 4-2 sigur á Malaga [1 mark]

27. janúar - 5-1 sigur á Osasuna [4 mörk]

Samtals: 9 mörk í 6 leikjum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×