Innlent

Fjörutíu ár frá upphafi Heimaeyjargossins

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Um 4000 Vestmannaeyingar þurftu að yfirgefa heimili sín þann 23. janúar 1973.
Um 4000 Vestmannaeyingar þurftu að yfirgefa heimili sín þann 23. janúar 1973. Mynd/GVA

„Við nálgumst 23. janúar ár hvert sem þakkargjörð," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, en á miðvikudaginn eru liðin fjörutíu ár frá upphafi Heimaeyjargossins.

Eyjaskeggjar verða með sérstaka dagskrá í tilefni afmælisins, en blysför verður farin frá Landakirkju og niður að bryggju, þar sem boðið verður upp á tónlistaratriði og ræðuhöld. Þá mun biskup Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir, fara með bæn.

Elliði var tæplega fjögurra ára gamall nóttina sem hamfarirnar hófust árið 1973 og segist muna glefsur frá atburðinum. „Auðvitað er spurning hvað er raunveruleg minning og hvar kvikmyndir og sögur hafa fyllt í eyðurnar," segir bæjarstjórinn.

Um 4000 manns þurftu að yfirgefa heimili sín þessa örlagaríku nótt, en eldgosið stóð yfir í rúma sex mánuði og lentu fjöldamörg hús bæjarins undir hrauni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×