Fótbolti

Ronaldo kemur Mourinho til varnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Mourinho ræðir við Cristiano Ronaldo.
Jose Mourinho ræðir við Cristiano Ronaldo. Nordic Photos / Getty
Cristiano Ronaldo er ekki ánægður með þá meðferð sem stjórinn Jose Mourinho hefur fengið hjá stuðningsmönnum Real Madrid að undanförnu.

Ronaldo skoraði þrennu í sigri Real á Celta Vigo í bikarnum og sagði eftir leik að nú væri komið nóg.

„Ég verð að biðja þá um að hætta þessu núna. Stjórinn verður áfram og við getum unnið margt á þessu ári. Hann ræður og tekur allar ákvarðanir. Leikmenn og stuðningsmenn ættu að styðja hann," sagði Ronaldo.

„Fólk hefur látið í ljós óánægju sína en nú er komið nóg. Nú verða þeir að styðja stjórann og liðið. Þetta hefur áhrif á okkur leikmenn. Ef við vinnum bikarinn og Meistaradeildina telst þetta gott ár."

Real Madrid er núverandi Spánarmeistari en liðið hefur gefið mikið eftir í deildinni í vetur og er sextán stigum á eftir toppliði Barcelona.

Nýverið birti dagblaðið Marca könnun sem sýndi að stór hluti stuðningsmanna Real Madrid telur að Jose Mourinho hafi slæm áhrif á ímynd liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×