De la Rosa ráðinn til Ferrari Birgir Þór Harðarson skrifar 16. janúar 2013 16:00 De la Rosa reynsluekur Ferrari-bílum í ár. nordicphotos/afp Spænski ökuþórinn Pedro de la Rosa hefur verið ráðinn tilraunaökuþór Ferrari-liðsins í ár. Hjá Ferrari eru fyrir tveir Spánverjar, þeir Fernando Alonso og Marc Gene. „Við verðum að gera ráð fyrir að upp komi vandamál og einbeita okkur í tölvuherminum," sagði Stefano Domenicali, liðstjóri Ferrari-liðsins. Ferrari-liðið segist vera í góðum málum í smíði bílsins sem verður notaður 2013 og ætla ekki að láta þá vinnu fara forgörðum. Pedro de la Rosa hefur ekið í 104 Formúlu 1-kappökstrum á ferlinum. Hann ók fyrir HRT á síðasta keppnistímabili en liðið fór í þrot í vetur og verður ekki með á næsta ári. De la Rosa er jafnframt mikilsmetinn tilraunaökuþór og hefur starfað sem slíkur lungað af ferlinum. „Ég vona að ég geti hafist handa sem fyrst og hjálpað til við að gera bílinn betri," sagði de la Rosa við fjölmiðla þegar hann var kynntur til leiks. „Ég er ánægður með að geta liðsinnt Alonso aftur og hlakka til að vinna með Felipe Massa." „Það er stutt þar til ljósin slokkna í Ástralíu og það er enn mikið eftir að gera. Ég get núna hjálpað til." Starf de la Rosa mun að öllum líkindum reynast gríðarlega mikilvægt því nýlega spáði Domenicali því að flest stærstu liðin myndu hefjast handa við að hanna og þróa 2014-bílana um mitt sumar. Miklar reglubreytingar ganga í gildi á næsta ári og því mikilvægt að ná forskoti snemma. Ferrari ætlar í titilslagDomenicali vill ekki afskrifa neinn í titilbaráttunni og segir óvænta hluti vel geta skeð.nordicphotos/afpFerrari-liðið ætlar sér heimsmeistaratitilinn í ár og er tilbúið að há baráttu við hvaða lið sem er, segir Domenicali. Ferrari segir að Red Bull-menn verði ekki endilega þeirra helstu keppinautar þó McLaren- og Mercedes-liðin takist á við ögrandi verkefni innbyrðis. Lewis Hamilton yfirgaf McLaren í vetur og ekur fyrir Mercedes á næsta ári og McLaren-liðið réð til sín hinn unga Sergio Perez. Red Bull-bílunum aka, sem fyrr, Sebastian Vettel og Mark Webber. „Samkvæmt öllum pappírum er rétt að segja að Red Bull verði sterkasti andstæðingurinn," sagði Domenicali. „En eins og venjulega verðum við að fara mjög varlega í þessum fræðum. Ég legg áherslu á að keppinautar okkar verða að öllum líkindum jafn margir og þeir voru í fyrra. Óvæntir hlutir geta samt gerst á hverju ári." „Ég vil því ekki afskrifa neinn í titilbaráttunni og ég óttast alla." Domenicali segir nýja Ferrari-bílinn vera byggðan á grunni bílsins í fyrra og að mikil áhersla hafi verið lögð á hönnun pústkerfisins. „Reglurnar gera okkur ekki kleift að gera miklar breytingar á útliti bílsins," sagði hann. Því sé lögð áhersla á tæknilegar útfærslur vélkerfisins. Pústkerfið sé upplagt til að finna árangursríkar lausnir. Formúla Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Spænski ökuþórinn Pedro de la Rosa hefur verið ráðinn tilraunaökuþór Ferrari-liðsins í ár. Hjá Ferrari eru fyrir tveir Spánverjar, þeir Fernando Alonso og Marc Gene. „Við verðum að gera ráð fyrir að upp komi vandamál og einbeita okkur í tölvuherminum," sagði Stefano Domenicali, liðstjóri Ferrari-liðsins. Ferrari-liðið segist vera í góðum málum í smíði bílsins sem verður notaður 2013 og ætla ekki að láta þá vinnu fara forgörðum. Pedro de la Rosa hefur ekið í 104 Formúlu 1-kappökstrum á ferlinum. Hann ók fyrir HRT á síðasta keppnistímabili en liðið fór í þrot í vetur og verður ekki með á næsta ári. De la Rosa er jafnframt mikilsmetinn tilraunaökuþór og hefur starfað sem slíkur lungað af ferlinum. „Ég vona að ég geti hafist handa sem fyrst og hjálpað til við að gera bílinn betri," sagði de la Rosa við fjölmiðla þegar hann var kynntur til leiks. „Ég er ánægður með að geta liðsinnt Alonso aftur og hlakka til að vinna með Felipe Massa." „Það er stutt þar til ljósin slokkna í Ástralíu og það er enn mikið eftir að gera. Ég get núna hjálpað til." Starf de la Rosa mun að öllum líkindum reynast gríðarlega mikilvægt því nýlega spáði Domenicali því að flest stærstu liðin myndu hefjast handa við að hanna og þróa 2014-bílana um mitt sumar. Miklar reglubreytingar ganga í gildi á næsta ári og því mikilvægt að ná forskoti snemma. Ferrari ætlar í titilslagDomenicali vill ekki afskrifa neinn í titilbaráttunni og segir óvænta hluti vel geta skeð.nordicphotos/afpFerrari-liðið ætlar sér heimsmeistaratitilinn í ár og er tilbúið að há baráttu við hvaða lið sem er, segir Domenicali. Ferrari segir að Red Bull-menn verði ekki endilega þeirra helstu keppinautar þó McLaren- og Mercedes-liðin takist á við ögrandi verkefni innbyrðis. Lewis Hamilton yfirgaf McLaren í vetur og ekur fyrir Mercedes á næsta ári og McLaren-liðið réð til sín hinn unga Sergio Perez. Red Bull-bílunum aka, sem fyrr, Sebastian Vettel og Mark Webber. „Samkvæmt öllum pappírum er rétt að segja að Red Bull verði sterkasti andstæðingurinn," sagði Domenicali. „En eins og venjulega verðum við að fara mjög varlega í þessum fræðum. Ég legg áherslu á að keppinautar okkar verða að öllum líkindum jafn margir og þeir voru í fyrra. Óvæntir hlutir geta samt gerst á hverju ári." „Ég vil því ekki afskrifa neinn í titilbaráttunni og ég óttast alla." Domenicali segir nýja Ferrari-bílinn vera byggðan á grunni bílsins í fyrra og að mikil áhersla hafi verið lögð á hönnun pústkerfisins. „Reglurnar gera okkur ekki kleift að gera miklar breytingar á útliti bílsins," sagði hann. Því sé lögð áhersla á tæknilegar útfærslur vélkerfisins. Pústkerfið sé upplagt til að finna árangursríkar lausnir.
Formúla Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira