Dorrit best klædda kona Lífsins 4. janúar 2013 15:00 "Bleiku sokkarnir sem hún skartaði á kosningaferðalaginu í sumar í stíl við Ray Ban-sólgleraugu og víðan pels voru hápunkturinn." Hefð er fyrir því í lok hvers árs og byrjun nýs að fara yfir það sem vel var gert og verðlauna þá sem báru af og sköruðu fram úr. Lífið ákvað ásamt vel völdum álitsgjöfum að velja best klæddu konu landsins. Mörg nöfn bar á góma en þessi stóðu upp úr.Dorrit Moussaieff, forsetafrú - Það er hálfgerð klisja að nefna hana en hjá því verður ekki komist þar sem hún er smartari en flestir. Bleiku sokkarnir sem hún skartaði á kosningaferðalaginu í sumar í stíl við Ray Ban-sólgleraugu og víðan pels voru hápunkturinn. - Glæsileikinn er alltaf í fyrirrúmi hjá Dorrit, hún blandar litum skemmtilega saman svo og grófum og fínlegum fatnaði, klassísk og flott. - Alltaf afskaplega fallega klædd og stígur nær aldrei feilspor þó að fjölbreytnin í klæðavali sé mikil og hún sé óhrædd við liti.Svala Björgvins, söngkona - Hún er alveg með þetta. Flottur persónulegur stíll sem sæmir vel poppstjörnunni sem hún er. - Litrík, frumleg, skemmtileg og áræðin. - Svala er svo fjári smart og töff að hjá því verður ekki komist að nefna hana. - Litrík og flott með stíl sem tekið er eftir.Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir, fata- og búningahönnuður - Er alltaf flott. - Það er búið að vera gaman að sjá stílinn hennar þróast með árunum, hún hefur þennan dark stíl sem er orðinn í seinni tíð fágaður og kvenlegur. Hvernig hún ber fötin sín, förðun, hár, skart, gerir hana samt alltaf hráa, rokkaða og súper cool. - Hún er einfaldlega töff.Ragnhildur Gísladóttir söngkona - Hún hefur mjög ákveðinn stíl sem er algjörlega hennar, hún fylgist mjög vel með og er 100% cool. Öll litlu smáatriðin eru útpæld og hún er klár í að finna skemmtilega hluti og skraut til að bæta við dressin og er óhrædd við að vera öðruvísi. - Ef Ragga er í því þá er það að virka.Hildur Hafstein, hönnuður - Alltaf smart og ber sig sérstaklega vel þannig að allt fer henni vel. - Töff týpa, bóhemísk og spennandi karakter. Sjáðu þær sem komust einnig á lista yfir best klæddu konur Lífsins hér:http://vefblod.visir.is/index.php?s=6681&p=144551 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Hefð er fyrir því í lok hvers árs og byrjun nýs að fara yfir það sem vel var gert og verðlauna þá sem báru af og sköruðu fram úr. Lífið ákvað ásamt vel völdum álitsgjöfum að velja best klæddu konu landsins. Mörg nöfn bar á góma en þessi stóðu upp úr.Dorrit Moussaieff, forsetafrú - Það er hálfgerð klisja að nefna hana en hjá því verður ekki komist þar sem hún er smartari en flestir. Bleiku sokkarnir sem hún skartaði á kosningaferðalaginu í sumar í stíl við Ray Ban-sólgleraugu og víðan pels voru hápunkturinn. - Glæsileikinn er alltaf í fyrirrúmi hjá Dorrit, hún blandar litum skemmtilega saman svo og grófum og fínlegum fatnaði, klassísk og flott. - Alltaf afskaplega fallega klædd og stígur nær aldrei feilspor þó að fjölbreytnin í klæðavali sé mikil og hún sé óhrædd við liti.Svala Björgvins, söngkona - Hún er alveg með þetta. Flottur persónulegur stíll sem sæmir vel poppstjörnunni sem hún er. - Litrík, frumleg, skemmtileg og áræðin. - Svala er svo fjári smart og töff að hjá því verður ekki komist að nefna hana. - Litrík og flott með stíl sem tekið er eftir.Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir, fata- og búningahönnuður - Er alltaf flott. - Það er búið að vera gaman að sjá stílinn hennar þróast með árunum, hún hefur þennan dark stíl sem er orðinn í seinni tíð fágaður og kvenlegur. Hvernig hún ber fötin sín, förðun, hár, skart, gerir hana samt alltaf hráa, rokkaða og súper cool. - Hún er einfaldlega töff.Ragnhildur Gísladóttir söngkona - Hún hefur mjög ákveðinn stíl sem er algjörlega hennar, hún fylgist mjög vel með og er 100% cool. Öll litlu smáatriðin eru útpæld og hún er klár í að finna skemmtilega hluti og skraut til að bæta við dressin og er óhrædd við að vera öðruvísi. - Ef Ragga er í því þá er það að virka.Hildur Hafstein, hönnuður - Alltaf smart og ber sig sérstaklega vel þannig að allt fer henni vel. - Töff týpa, bóhemísk og spennandi karakter. Sjáðu þær sem komust einnig á lista yfir best klæddu konur Lífsins hér:http://vefblod.visir.is/index.php?s=6681&p=144551
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira