Fótbolti

Vilanova þakklátur fyrir stuðninginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Tito Vilanova stýrði í gær sínum fyrsta leik hjá Barcelona eftir að hafa gengist undir læknismeðferð vegna krabbameins.

Vilanova fór í aðgerð í síðasta mánuði og var ústkrifaður af sjúkrahúsi rétt fyrir jól. Hann var svo mættur á hliðarlínuna í gær er Barcelona vann 4-0 sigur á Espanyol.

Baráttu hans við krabbamein er ekki lokið en eftir leik þakkaði hann stuðningsmönnum Barcelona fyrir sýndan hlýhug.

„Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn. Ég hef fengið margar bataóskir og þær hafa hjálpað mér. Ég vil líka þakka læknum og hjúkrunarfólki á sjúkrahúsinu, sem og félaginu," sagði Vilanova.

Árið 2011 greindist Eric Abidal, leikmaður Barcelona, með krabbamein og er hann nú að berjast fyrir því að geta spilað knattspyrnu á ný.

„Þetta hefur ekki verið auðvelt fyrir félagið, hvorki leikmenn né aðra starfsmenn. Þeir hafa mátt þola ýmislegt á síðustu árum. Ég held að þetta hjálpi okkur að hafa báða fætur á jörðinni. Við erum eins og allir aðrir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×