Fótbolti

Xavi og Iniesta fá hvíld en Messi spilar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Mynd/NordicPhotos/Getty
Barcelona leyfir sér að hvíla fjórar lykilmenn í bikarleik á móti b-deildarliðinu Cordoba annað kvöld en besti fótboltamaður heims, Lionel Messi, þarf hinsvegar enga hvíld og verður með í leiknum.

Barcelona vann fyrri leikinn 2-0 með tveimur mörkum frá Lionel Messi og er auk þess á heimavelli í þessum leik í sextán liða úrslitunum sem fram fer á hinum magnaða Nývangi. Í boði eru leikir á móti Málaga í átta liða úrslitunum.

Miðjumennirnir Xavi og Andres Iniesta verða báðir upp í stúku alveg eins og miðvörðurinn Gerard Pique og framherjinn Pedro en Pedro var í stuði um helgina og skoraði tvö mörk á fyrstu 26 mínútunum í 4-0 sigri á Espanyol.

Vinstri bakvörðurinn Adriano kemur aftur inn í lið Barcelona en hann meiddist í desember og var ekki með í sigrinum á Espanyol.

Lionel Messi skoraði eitt mark í fyrsta leik ársins og vantar því 90 mörk til að jafna metið sitt frá því í fyrra. Hann notar væntanlega þennan leik á móti Cordoba til að bæta úr því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×