Eftirsótt viðurkenning í bransanum 4. desember 2012 06:00 Rúnar Ingi Einarsson er ánægður með að auglýsing hans komst í úrval auglýsinga á síðunni Shots.net. "Þetta er eins og fyrir líffræðing að fá birta grein eftir sig í National Geographic,“ segir leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson. Auglýsing sem hann gerði fyrir Prince Polo-súkkulaðið hefur verið valin í úrval á vefsíðunni Shots.net, sem er einn helsti auglýsingamiðill heims. Í hverri viku velur Shots.net nokkrar af bestu auglýsingum í heiminum til að fjalla um á síðunni og að þessu sinni komst auglýsing Rúnars Inga gegnum síuna. Auglýsingin er gerð af Fíton og Pegasus og var tekin upp á einum degi í sumar við Skógafoss. "Við vorum að reyna að endurskapa íslenska ættarmótsstemmingu og hefðina fyrir súkkulaðinu. Þarna voru um 50 leikarar og nokkur dýr með tilheyrandi erfiðleikum í kringum það. Þessi auglýsing var í erfiðari kantinum svo það er kærkomið að fá þessa viðurkenningu,“ segir hinn efnilegi Rúnar Ingi, en áður hefur birst við hann viðtal á Shots.net. Auglýsingin var gerð fyrir íslenskan markað og eru sýningar á henni nýhafnar. Rúnar Ingi segir birtinguna gríðarlega mikilvæga fyrir sig og þá sem að auglýsingunni stóðu. "Þetta sýnir að við erum alveg á sama stigi og auglýsingaframleiðendur úti í heimi og mikil viðurkenning og heiður fyrir okkur,“ segir Rúnar Ingi, sem þegar er farinn að finna fyrir afrakstri birtingarinnar hjá Shots. "Ég er byrjaður að fá póst utan úr heimi svo þetta er að opna einhverjar dyr.“ - áp Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Þetta er eins og fyrir líffræðing að fá birta grein eftir sig í National Geographic,“ segir leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson. Auglýsing sem hann gerði fyrir Prince Polo-súkkulaðið hefur verið valin í úrval á vefsíðunni Shots.net, sem er einn helsti auglýsingamiðill heims. Í hverri viku velur Shots.net nokkrar af bestu auglýsingum í heiminum til að fjalla um á síðunni og að þessu sinni komst auglýsing Rúnars Inga gegnum síuna. Auglýsingin er gerð af Fíton og Pegasus og var tekin upp á einum degi í sumar við Skógafoss. "Við vorum að reyna að endurskapa íslenska ættarmótsstemmingu og hefðina fyrir súkkulaðinu. Þarna voru um 50 leikarar og nokkur dýr með tilheyrandi erfiðleikum í kringum það. Þessi auglýsing var í erfiðari kantinum svo það er kærkomið að fá þessa viðurkenningu,“ segir hinn efnilegi Rúnar Ingi, en áður hefur birst við hann viðtal á Shots.net. Auglýsingin var gerð fyrir íslenskan markað og eru sýningar á henni nýhafnar. Rúnar Ingi segir birtinguna gríðarlega mikilvæga fyrir sig og þá sem að auglýsingunni stóðu. "Þetta sýnir að við erum alveg á sama stigi og auglýsingaframleiðendur úti í heimi og mikil viðurkenning og heiður fyrir okkur,“ segir Rúnar Ingi, sem þegar er farinn að finna fyrir afrakstri birtingarinnar hjá Shots. "Ég er byrjaður að fá póst utan úr heimi svo þetta er að opna einhverjar dyr.“ - áp
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira