Tugþúsundir andæfa yfirgangi forsetans gudsteinn@frettabladid.is skrifar 24. nóvember 2012 00:30 Átök í Kaíró Mótmælendur bera félaga sinn, sem særðist í átökum, til að koma honum undir læknishendur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tugir manna slösuðust í átökum milli stuðningsmanna og andstæðinga Mohammeds Morsi Egyptalandsforseta, sem brutust út í Kaíró í gær út af stjórnarskrárbreytingum forsetans. Morsi kynnti stjórnarskrárbreytingarnar á fimmtudaginn, en með þeim tekur hann sér einhliða nánast alræðisvald í landinu. Tugir þúsunda manna komu saman í gær á Tahrir-torgi í Kaíró til að mótmæla þessu og krefjast þess að lýðræði yrði í hávegum haft. Kveikt var í skrifstofum Bræðralags múslíma í nokkrum helstu borgum landsins, en stjórnmálaflokkur Morsis er afsprengi þeirra samtaka. Stuðningsmenn Morsis segja stjórnarskrárbreytingarnar rökrétt skref til þess að tryggja að sá árangur, sem náðist þegar Hosni Mubarak var steypt af stóli, verði ekki að engu. Þetta sé eina leiðin til að koma í veg fyrir að ekkert verði úr þeim breytingum á stjórnskipan landsins, sem unnið hefur verið að síðustu mánuði. Fyrr á þessu ári leystu dómstólar upp bæði nýkjörið þjóðþing og stjórnlagaþing landsins. Í byrjun næsta mánaðar hugðist hæstiréttur Egyptalands síðan kveða upp úrskurð um það hvort efri deild þingsins hefði verið rétt kjörin. Sjálfur hélt Morsi ræðu í gær fyrir þúsundir stuðningsmanna sinna þar sem hann sagði þessar ráðstafanir nauðsynlegar til að stöðva þau „meindýr" sem hann segir reyna að koma í veg fyrir framfarir í landinu. Morsi segir að breytingarnar eigi einungis að vera tímabundnar. Þær falli sjálfkrafa úr gildi þegar ný stjórnarskrá tekur gildi í landinu. Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vargöldin í Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Tugir manna slösuðust í átökum milli stuðningsmanna og andstæðinga Mohammeds Morsi Egyptalandsforseta, sem brutust út í Kaíró í gær út af stjórnarskrárbreytingum forsetans. Morsi kynnti stjórnarskrárbreytingarnar á fimmtudaginn, en með þeim tekur hann sér einhliða nánast alræðisvald í landinu. Tugir þúsunda manna komu saman í gær á Tahrir-torgi í Kaíró til að mótmæla þessu og krefjast þess að lýðræði yrði í hávegum haft. Kveikt var í skrifstofum Bræðralags múslíma í nokkrum helstu borgum landsins, en stjórnmálaflokkur Morsis er afsprengi þeirra samtaka. Stuðningsmenn Morsis segja stjórnarskrárbreytingarnar rökrétt skref til þess að tryggja að sá árangur, sem náðist þegar Hosni Mubarak var steypt af stóli, verði ekki að engu. Þetta sé eina leiðin til að koma í veg fyrir að ekkert verði úr þeim breytingum á stjórnskipan landsins, sem unnið hefur verið að síðustu mánuði. Fyrr á þessu ári leystu dómstólar upp bæði nýkjörið þjóðþing og stjórnlagaþing landsins. Í byrjun næsta mánaðar hugðist hæstiréttur Egyptalands síðan kveða upp úrskurð um það hvort efri deild þingsins hefði verið rétt kjörin. Sjálfur hélt Morsi ræðu í gær fyrir þúsundir stuðningsmanna sinna þar sem hann sagði þessar ráðstafanir nauðsynlegar til að stöðva þau „meindýr" sem hann segir reyna að koma í veg fyrir framfarir í landinu. Morsi segir að breytingarnar eigi einungis að vera tímabundnar. Þær falli sjálfkrafa úr gildi þegar ný stjórnarskrá tekur gildi í landinu.
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vargöldin í Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira