Ritvélar klingja sitt síðasta 22. nóvember 2012 06:00 Síðasta ritvélin Svona lítur hún út síðasta Brother-ritvélin, sem Vísindasafnið í London fékk að gjöf. Síðasta ritvélin sem framleidd hefur verið í Bretlandi var gefin Vísindasafninu í London fyrir skömmu. Brother-framleiðandinn, sem gaf síðustu vélina, segist hafa framleitt 5,9 milljónir ritvéla frá því að verksmiðjan var opnuð í Wrexham árið 1985. Edward Bryan, sem starfaði í verksmiðjunni frá árinu 1989, smíðaði síðustu vélina. „Ef fólk spyr mig get ég alltaf sagt að ég hafi smíðað síðustu ritvélina í Bretlandi," segir Bryan. Hann segist hafa smíðað svo margar vélar í gegnum tíðina að hann hafi eitt sinn reynt að smíða eina með augun lokuð – og það hafi tekist. Talsmenn Brother segja að fyrirtækið hafi hætt að framleiða ritvélar í Bretlandi þar sem eftirspurnin eftir þeim hafi hríðfallið. Hins vegar sé enn eftirspurn eftir þeim í Bandaríkjunum og verksmiðjan í Asíu anni allri eftirspurn. Verksmiðjan í Wrexham verði þó áfram notuð til endurvinnslu á prenthylkjum og til framleiðslu á öðrum skrifstofuvörum. Rachel Boon, talskona Vísindasafnsins, segir starfsfólk safnsins himinlifandi yfir gjöfinni og að hún muni sóma sér vel meðal hinna 200 ritvéla sem safnið eigi nú þegar. „Þessi gjöf táknar lok ritvélaframleiðslu í Bretlandi sem staðið hefur yfir í 130 ár og hefur haft áhrif á svo marga," sagði Boon. „Þessi vél gefur okkur tækifæri til að sýna hvernig samskiptatækninni hefur fleygt fram." William Burt fann upp fyrstu ritvélina árið 1830 en þær urðu ekki að algengar fyrr en í kringum 1870 þegar ChristopherSholes, sem einnig fann upp Qwerty-lyklaborðið, og Carlos Glidden sömdu við Remington um fjöldaframleiðslu á þeim. Talið er að ritvélin hafi átt stóran þátt í því að konur fóru út á vinnumarkaðinn, að því er segir á vef BBC. Um 1850 unnu um tvö þúsund konur við vélritun en í kringum aldamótin 1900 er talið að 166 þúsund konur hafi haft af því atvinnu.- kh Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
Síðasta ritvélin sem framleidd hefur verið í Bretlandi var gefin Vísindasafninu í London fyrir skömmu. Brother-framleiðandinn, sem gaf síðustu vélina, segist hafa framleitt 5,9 milljónir ritvéla frá því að verksmiðjan var opnuð í Wrexham árið 1985. Edward Bryan, sem starfaði í verksmiðjunni frá árinu 1989, smíðaði síðustu vélina. „Ef fólk spyr mig get ég alltaf sagt að ég hafi smíðað síðustu ritvélina í Bretlandi," segir Bryan. Hann segist hafa smíðað svo margar vélar í gegnum tíðina að hann hafi eitt sinn reynt að smíða eina með augun lokuð – og það hafi tekist. Talsmenn Brother segja að fyrirtækið hafi hætt að framleiða ritvélar í Bretlandi þar sem eftirspurnin eftir þeim hafi hríðfallið. Hins vegar sé enn eftirspurn eftir þeim í Bandaríkjunum og verksmiðjan í Asíu anni allri eftirspurn. Verksmiðjan í Wrexham verði þó áfram notuð til endurvinnslu á prenthylkjum og til framleiðslu á öðrum skrifstofuvörum. Rachel Boon, talskona Vísindasafnsins, segir starfsfólk safnsins himinlifandi yfir gjöfinni og að hún muni sóma sér vel meðal hinna 200 ritvéla sem safnið eigi nú þegar. „Þessi gjöf táknar lok ritvélaframleiðslu í Bretlandi sem staðið hefur yfir í 130 ár og hefur haft áhrif á svo marga," sagði Boon. „Þessi vél gefur okkur tækifæri til að sýna hvernig samskiptatækninni hefur fleygt fram." William Burt fann upp fyrstu ritvélina árið 1830 en þær urðu ekki að algengar fyrr en í kringum 1870 þegar ChristopherSholes, sem einnig fann upp Qwerty-lyklaborðið, og Carlos Glidden sömdu við Remington um fjöldaframleiðslu á þeim. Talið er að ritvélin hafi átt stóran þátt í því að konur fóru út á vinnumarkaðinn, að því er segir á vef BBC. Um 1850 unnu um tvö þúsund konur við vélritun en í kringum aldamótin 1900 er talið að 166 þúsund konur hafi haft af því atvinnu.- kh
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira