Handhafar framkvæmdarvalds Eyjólfur Ármannsson skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Skipan framkvæmdarvalds er eitt af grundvallaratriðum í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem þjóðin samþykkti 20. október sl. Samkvæmt þeim (2. gr.) fer forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld með framkvæmdarvaldið. Í 86. gr. segir að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Samrýmist þessi staða ráðherra hlutverkum forseta Íslands, forsætisráðherra og ríkisstjórnar? Markmið tillagna stjórnlagaráðs er að stjórnarskráin verði skýr, auðskiljanleg og auðlæsileg. Í skýringum ráðsins með tillögunum segir: „Í markmiðinu um skýra stjórnarskrá felst að lýsa því fyrirkomulagi sem gildir í reynd og að þeir handhafar opinbers valds sem tilgreindir eru með ákveðin hlutverk í stjórnarskrá fari raunverulega með þau." Leppshlutverk forseta Stjórnlagaráð taldi í skýringum við tillögur um forseta Íslands „að ekki ætti að nefna forseta í einstaka ákvæðum stjórnarskrár nema aðkoma hans væri persónulegs eðlis í samræmi við það markmið að afnema „leppshlutverk forseta"." Að telja forseta Íslands í „leppshlutverki" ber vott um skilningsleysi á núverandi stjórnskipan. Forseti Íslands er í dag hinn formlegi handhafi framkvæmdarvalds. Í tillögunum er eitt af hlutverkum forseta að staðfesta samþykkt frumvörp frá Alþingi og veitir undirskrift hans þeim lagagildi. Forseti fer áfram með málskotsréttinn; getur synjað frumvörpum staðfestingar og skotið þeim til þjóðarinnar. Þessi völd forseta (án þeirra er embættið óþarft) teljast ekki lengur til löggjafarvalds heldur til framkvæmdarvalds. Í skýringum stjórnlagaráðs segir að hlutverk forseta við staðfestingu laga sé bundið við stöðu hans sem æðsta framkvæmdarvaldshafa. Í dag veitir forseti Íslands stjórnarmyndunarumboð og skipar ráðherra í þingbundna stjórn. Skv. 90. gr. tillagna stjórnlagaráðs kýs Alþingi forsætisráðherra að tillögu forseta Íslands, sem að kosningu lokinni skipar forsætisráðherra í embættið. Aðkoma forseta er hér óþörf og gæti orðið til trafala. Ákvæðið kveður einnig á um að forsætisráðherra skipi aðra ráðherra, veiti þeim lausn, ákveði skipan ráðuneyta, tölu ráðherra og skipti með þeim störfum, en skv. tillögunum kemur Alþingi ekki að vali þeirra. Forsætisráðherra hefur og yfirumsjón með störfum ráðherra. Í skýringum stjórnlagaráðs er talað um forsætisráðherra sem „yfirmann framkvæmdarvaldsins". Augljóst er, þrátt fyrir orð tillagna stjórnlagaráðs um annað, að forsætisráðherra yrði í raun æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Samkvæmt tillögunum mun ríkisstjórn taka ákvarðanir sameiginlega um mikilvæg eða stefnumarkandi málefni. Það samræmist ekki því að einstakir ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Ráðherra að eigin vali? Mun forsætisráðherra í raun skipa ráðherra að eigin vali eða er um formlegt skipunarvald að ræða? Sé valdið einungis formlegt er það ekki í samræmi við ofangreind markmið stjórnlagaráðs um skýra stjórnarskrá. Í skýringum stjórnlagaráðs við 90. gr. segir að væntanlega yrði „fyrsta formlega" verk forsætisráðherra að skipa ráðherra. Síðan segir: „Má ætla að skipan ráðuneyta, tala ráðherra og verkaskipting sé hluti af umsömdum stjórnarsáttmála ef um er að ræða samsteypustjórn." Samkvæmt þessu virðist forsætisráðherra ekki ætlað sjálfstætt vald til að skipa ráðherra. Líklegt er að þegar Alþingi kýs forsætisráðherra liggi fyrir stjórnarsáttmáli og ráðherralisti og að forsætisráðherra hafi raunverulega ekki það skipunarvald sem tillögur stjórnlagaráðs kveða á um. Í dag er oft kosið um ráðherradóm þingmanna á þingflokksfundum. Þó að í tillögum stjórnlagaráðs sé ekki kveðið á um aðkomu Alþingis að skipan venjulegra ráðherra mun Alþingi eða alþingismenn koma að þeirri skipan með einum eða öðrum hætti, fram yfir vald til vantrausts. Það stangast á við tilvitnuð orð hér að ofan um að stjórnarskráin lýsi því fyrirkomulagi sem gildir í reynd. Engar breytingar Hér er því hvorki náð markmiðum tillagna stjórnlagaráðs um skýra stjórnarskrá né ganga þær upp varðandi skipan framkvæmdarvalds. Ákvæði um að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði stangast á við hlutverk annarra handhafa þess. Forsætisráðherra er í raun æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins; forseti Íslands er það þegar hann veitir frumvörpum lagagildi með staðfestingu sinni; og ríkisstjórnin þegar hún tekur ákvarðanir um mikilvæg málefni. Tillögur stjórnlagaráðs um breytt form á vali æðstu handhafa framkvæmdarvalds (forsætisráðherra/ráðherrar) fela í raun í sér engar breytingar. Einungis aukið lýðræði fæli í sér raunverulega breytingu þannig að þjóðin kysi æðsta handhafa framkvæmdarvalds beinni kosningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skipan framkvæmdarvalds er eitt af grundvallaratriðum í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem þjóðin samþykkti 20. október sl. Samkvæmt þeim (2. gr.) fer forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld með framkvæmdarvaldið. Í 86. gr. segir að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Samrýmist þessi staða ráðherra hlutverkum forseta Íslands, forsætisráðherra og ríkisstjórnar? Markmið tillagna stjórnlagaráðs er að stjórnarskráin verði skýr, auðskiljanleg og auðlæsileg. Í skýringum ráðsins með tillögunum segir: „Í markmiðinu um skýra stjórnarskrá felst að lýsa því fyrirkomulagi sem gildir í reynd og að þeir handhafar opinbers valds sem tilgreindir eru með ákveðin hlutverk í stjórnarskrá fari raunverulega með þau." Leppshlutverk forseta Stjórnlagaráð taldi í skýringum við tillögur um forseta Íslands „að ekki ætti að nefna forseta í einstaka ákvæðum stjórnarskrár nema aðkoma hans væri persónulegs eðlis í samræmi við það markmið að afnema „leppshlutverk forseta"." Að telja forseta Íslands í „leppshlutverki" ber vott um skilningsleysi á núverandi stjórnskipan. Forseti Íslands er í dag hinn formlegi handhafi framkvæmdarvalds. Í tillögunum er eitt af hlutverkum forseta að staðfesta samþykkt frumvörp frá Alþingi og veitir undirskrift hans þeim lagagildi. Forseti fer áfram með málskotsréttinn; getur synjað frumvörpum staðfestingar og skotið þeim til þjóðarinnar. Þessi völd forseta (án þeirra er embættið óþarft) teljast ekki lengur til löggjafarvalds heldur til framkvæmdarvalds. Í skýringum stjórnlagaráðs segir að hlutverk forseta við staðfestingu laga sé bundið við stöðu hans sem æðsta framkvæmdarvaldshafa. Í dag veitir forseti Íslands stjórnarmyndunarumboð og skipar ráðherra í þingbundna stjórn. Skv. 90. gr. tillagna stjórnlagaráðs kýs Alþingi forsætisráðherra að tillögu forseta Íslands, sem að kosningu lokinni skipar forsætisráðherra í embættið. Aðkoma forseta er hér óþörf og gæti orðið til trafala. Ákvæðið kveður einnig á um að forsætisráðherra skipi aðra ráðherra, veiti þeim lausn, ákveði skipan ráðuneyta, tölu ráðherra og skipti með þeim störfum, en skv. tillögunum kemur Alþingi ekki að vali þeirra. Forsætisráðherra hefur og yfirumsjón með störfum ráðherra. Í skýringum stjórnlagaráðs er talað um forsætisráðherra sem „yfirmann framkvæmdarvaldsins". Augljóst er, þrátt fyrir orð tillagna stjórnlagaráðs um annað, að forsætisráðherra yrði í raun æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Samkvæmt tillögunum mun ríkisstjórn taka ákvarðanir sameiginlega um mikilvæg eða stefnumarkandi málefni. Það samræmist ekki því að einstakir ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Ráðherra að eigin vali? Mun forsætisráðherra í raun skipa ráðherra að eigin vali eða er um formlegt skipunarvald að ræða? Sé valdið einungis formlegt er það ekki í samræmi við ofangreind markmið stjórnlagaráðs um skýra stjórnarskrá. Í skýringum stjórnlagaráðs við 90. gr. segir að væntanlega yrði „fyrsta formlega" verk forsætisráðherra að skipa ráðherra. Síðan segir: „Má ætla að skipan ráðuneyta, tala ráðherra og verkaskipting sé hluti af umsömdum stjórnarsáttmála ef um er að ræða samsteypustjórn." Samkvæmt þessu virðist forsætisráðherra ekki ætlað sjálfstætt vald til að skipa ráðherra. Líklegt er að þegar Alþingi kýs forsætisráðherra liggi fyrir stjórnarsáttmáli og ráðherralisti og að forsætisráðherra hafi raunverulega ekki það skipunarvald sem tillögur stjórnlagaráðs kveða á um. Í dag er oft kosið um ráðherradóm þingmanna á þingflokksfundum. Þó að í tillögum stjórnlagaráðs sé ekki kveðið á um aðkomu Alþingis að skipan venjulegra ráðherra mun Alþingi eða alþingismenn koma að þeirri skipan með einum eða öðrum hætti, fram yfir vald til vantrausts. Það stangast á við tilvitnuð orð hér að ofan um að stjórnarskráin lýsi því fyrirkomulagi sem gildir í reynd. Engar breytingar Hér er því hvorki náð markmiðum tillagna stjórnlagaráðs um skýra stjórnarskrá né ganga þær upp varðandi skipan framkvæmdarvalds. Ákvæði um að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði stangast á við hlutverk annarra handhafa þess. Forsætisráðherra er í raun æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins; forseti Íslands er það þegar hann veitir frumvörpum lagagildi með staðfestingu sinni; og ríkisstjórnin þegar hún tekur ákvarðanir um mikilvæg málefni. Tillögur stjórnlagaráðs um breytt form á vali æðstu handhafa framkvæmdarvalds (forsætisráðherra/ráðherrar) fela í raun í sér engar breytingar. Einungis aukið lýðræði fæli í sér raunverulega breytingu þannig að þjóðin kysi æðsta handhafa framkvæmdarvalds beinni kosningu.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun