Menning

Kisur eru næstum fullkomnar

Sara skrifar
Björn Þór Björnsson, eða Bobby Breiðholt eins og hann er betur þekktur, stofnaði hópinn Kat Junkies fyrir aðdáendur katta.fréttablaðið/gva
Björn Þór Björnsson, eða Bobby Breiðholt eins og hann er betur þekktur, stofnaði hópinn Kat Junkies fyrir aðdáendur katta.fréttablaðið/gva
Björn Þór Björnsson stofnaði hóp á Facebook þar sem aðdáendur katta geta deilt myndum og myndböndum.

„Það lífgar upp á daginn að geta skoðað myndir af köttum reglulega og það er alls kyns fólk sem sameinast þarna í kisuskapnum,“ segir Björn Þór Björnsson sem stofnaði hópinn Kat Junkies á Facebook. Þar deilir fólk myndum og myndböndum af köttum.

Björn Þór, betur þekktur sem Bobby Breiðholt, segir sig og vini sína vera mikla kattaaðdáendur sem hafi lengi stundað það að senda hver öðrum skemmtilegar myndir af köttum.

„Við vinirnir eru allir kattasjúkir lúðar og höfum lengi stundað það að senda á milli kisumyndir í tölvupósti. Mér fannst sniðugra að búa til hóp á Facebook fyrir alla til að njóta og deila. Fyrst voru þetta bara við félagarnir en svo hefur hópurinn stækkað og telur nú um 44 manns. Flestir eru mjög virkir og fólk er duglegt að birta myndir, líka við hitt og þetta og „kommenta“. Það er mikil og einlæg ást á köttum sem á sér stað þarna.“

Sjálfur á Björn köttinn Músa sem gengur einnig undir nöfnunum Spikulás og Digurjón og kveðst Björn gjarnan deila myndum af kettinum með fólki. Inntur eftir því hvað í fari katta heilli hann svo, er hann fljótur til svars: „Kettir eru svo miklir karakterar og gera oft algjöra vitleysu, eins og að stökkva ofan í pappakassa, og það er gaman að fylgjast með þeim.“ Honum finnst gagnrýnin sem kettir fá gjarnan óréttmæt. „Þetta eru bara dýr, þeir eru ekki að æða inn um glugga eða róta í beðum til að pirra neinn. Það er enginn fullkominn, þó kettir komist næst því.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.