Öllum frá Iceland Express sagt upp störfum hjá Wow Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 30. október 2012 08:00 WOW Þota Airbus A320 farþegaþota Wow air. Öllum flugfreyjum og flugþjónum sem störfuðu hjá Iceland Express hefur verið sagt upp störfum, eftir að Wow Air tók fyrirtækið yfir. Starfsfólkinu var tilkynnt þetta á fundi á föstudag. Skúli Mogensen, forstjóri og aðaleigandi Wow Air, staðfesti þetta við Fréttablaðið í gærkvöldi. Hann staðfesti einnig að öllum flugmönnum hefði verið sagt upp störfum, en þeir störfuðu fyrir flugrekanda Iceland Express, Holidays Czech Airlines. Þá hefur fólki úr öllum deildum fyrirtækisins verið sagt upp, en einhverjir verða ráðnir til starfa hjá Wow. Því er ekki hægt að segja með vissu hversu margir missa vinnuna. „Auðvitað er þetta mjög leiðinlegt, að þurfa að standa frammi fyrir því að horfa á eftir mörgu góðu fólki, en þetta er óhjákvæmileg afleiðing af svona yfirtöku,“ sagði Skúli í gærkvöldi. Starfsfólkið hafði ekki farið í loftið síðan Wow tók rekstur Iceland Express yfir fyrr í mánuðinum. Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, var rúmlega þrjátíu flugfreyjum og -þjónum sem eru í félaginu sagt upp störfum. Hún segir félagið harma að svo stór hluti félagsmanna skuli missa vinnuna. Félagið muni sjá til þess að uppgjör við starfsfólkið verði eins og það á að vera. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Wow skipt um flugrekanda. Fyrirtækið hefur bæði slitið samningi Iceland Express við tékkneska fyrirtækið Holidays Czech Airlines og eigin samningi við Avion Express og samið við búlgarskan flugrekanda í staðinn. Iceland Express samdi við tékkneska fyrirtækið í mars á þessu ári og var samningurinn til næsta vors. Bæði fyrirtækin voru með tvær Airbusvélar í leigu. „Ég get staðfest að það er ný Airbus-vél á leiðinni,“ sagði Skúli. Ekki væri búið að ganga frá samningsmálum við flugrekanda, en hann sagðist ætla að tjá sig um þau mál í dag. WOW Air Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Sjá meira
Öllum flugfreyjum og flugþjónum sem störfuðu hjá Iceland Express hefur verið sagt upp störfum, eftir að Wow Air tók fyrirtækið yfir. Starfsfólkinu var tilkynnt þetta á fundi á föstudag. Skúli Mogensen, forstjóri og aðaleigandi Wow Air, staðfesti þetta við Fréttablaðið í gærkvöldi. Hann staðfesti einnig að öllum flugmönnum hefði verið sagt upp störfum, en þeir störfuðu fyrir flugrekanda Iceland Express, Holidays Czech Airlines. Þá hefur fólki úr öllum deildum fyrirtækisins verið sagt upp, en einhverjir verða ráðnir til starfa hjá Wow. Því er ekki hægt að segja með vissu hversu margir missa vinnuna. „Auðvitað er þetta mjög leiðinlegt, að þurfa að standa frammi fyrir því að horfa á eftir mörgu góðu fólki, en þetta er óhjákvæmileg afleiðing af svona yfirtöku,“ sagði Skúli í gærkvöldi. Starfsfólkið hafði ekki farið í loftið síðan Wow tók rekstur Iceland Express yfir fyrr í mánuðinum. Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, var rúmlega þrjátíu flugfreyjum og -þjónum sem eru í félaginu sagt upp störfum. Hún segir félagið harma að svo stór hluti félagsmanna skuli missa vinnuna. Félagið muni sjá til þess að uppgjör við starfsfólkið verði eins og það á að vera. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Wow skipt um flugrekanda. Fyrirtækið hefur bæði slitið samningi Iceland Express við tékkneska fyrirtækið Holidays Czech Airlines og eigin samningi við Avion Express og samið við búlgarskan flugrekanda í staðinn. Iceland Express samdi við tékkneska fyrirtækið í mars á þessu ári og var samningurinn til næsta vors. Bæði fyrirtækin voru með tvær Airbusvélar í leigu. „Ég get staðfest að það er ný Airbus-vél á leiðinni,“ sagði Skúli. Ekki væri búið að ganga frá samningsmálum við flugrekanda, en hann sagðist ætla að tjá sig um þau mál í dag.
WOW Air Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Sjá meira