Óttast um skólabörn vegna bensínstöðvar 26. október 2012 06:30 ÓB við Kirkjustétt Á aðalfundi Íbúasamtaka Grafarholts í vor heyrðust raddir um að öryggi barna og unglinga í Ingunnarskóla kynni að vera í hættu vegna nálægðarinnar við bensínstöð ÓB.Fréttablaðið/Stefán Áhyggjur eru meðal íbúa í Grafarholti vegna staðsetningar bensínstöðvar ÓB við hlið Ingunnarskóla. „Íbúarnir telja að ef slys eða óhapp yrði sé bensínstöðin of nálægt skólanum," segir Berghildur E. Bernharðsdóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarholts. Hún kveður þessar raddir hafa komið fram á aðalfundi íbúasamtakanna sem haldinn var í Ingunnarskóla í vor. Að tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkur 19. september að óska eftir því að skipulagsráð og umhverfis- og samgönguráð borgarinnar skoðuðu möguleika á breyttri staðsetningu bensínstöðvar ÓB við Kirkjustétt í samráði við eiganda stöðvarinnar. Stöðin, sem reist var árið 2005, er skammt frá félagsmiðstöðinni Fókus og frístundaheimilinu Stjörnulandi auk Ingunnarskóla. „Árum saman hafa foreldrar barna í Ingunnarskóla gert athugasemdir við staðsetningu stöðvarinnar svo nærri fjölmennasta skóla hverfisins og meðal annars kvartað yfir því að í ákveðnum vindáttum berist bensínfnykur inn í skólahúsnæðið," sagði í tillögunni sem einnig fól í sér ósk um gerð lögfræðilegs álits á því hvort staðsetning stöðvarinnar samræmist reglum, meðal annars um fjarlægð milli bensínstöðvar og bygginga þar sem fólk dvelur um lengri tíma. „Það stendur ekki til af okkar hálfu að flytja stöðina og við höfum ekki fengið neinar formlegar athugasemdir frá aðstandendum barna eða til þess bærum yfirvöldum um okkar starfsemi. ÓB stöðin er einfaldlega á þeim stað þar sem henni var fyrir mörgum árum úthlutað samþykktri lóð á samþykktu deiliskipulagi," segir Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs ÓB. Færanlegar skólastofur sem hefur verið komið fyrir við Ingunnarskóla eru nálægt lóðamörkunum. „Maður veltir þá fyrir sér hvort þessar skólastofur eru komnar inn á skipulag og hvort þær verði þarna til framtíðar," segir Jón. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Ingunnarskóla, segir ÓB vissulega óþægilega nálægt en skólinn sjálfur hafi ekki gert athugasemdir við staðsetningu bensínstöðvarinnar. „Þetta hefur ekki komið inn á borð skólans," segir Guðlaug. Samkvæmt skipulagssviði borgarinnar eru öll tilskilin leyfi fyrir hendi vegna ÓB við Kirkjustétt. Málið verði tekið fyrir af skipulagsráði fljótlega. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Áhyggjur eru meðal íbúa í Grafarholti vegna staðsetningar bensínstöðvar ÓB við hlið Ingunnarskóla. „Íbúarnir telja að ef slys eða óhapp yrði sé bensínstöðin of nálægt skólanum," segir Berghildur E. Bernharðsdóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarholts. Hún kveður þessar raddir hafa komið fram á aðalfundi íbúasamtakanna sem haldinn var í Ingunnarskóla í vor. Að tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkur 19. september að óska eftir því að skipulagsráð og umhverfis- og samgönguráð borgarinnar skoðuðu möguleika á breyttri staðsetningu bensínstöðvar ÓB við Kirkjustétt í samráði við eiganda stöðvarinnar. Stöðin, sem reist var árið 2005, er skammt frá félagsmiðstöðinni Fókus og frístundaheimilinu Stjörnulandi auk Ingunnarskóla. „Árum saman hafa foreldrar barna í Ingunnarskóla gert athugasemdir við staðsetningu stöðvarinnar svo nærri fjölmennasta skóla hverfisins og meðal annars kvartað yfir því að í ákveðnum vindáttum berist bensínfnykur inn í skólahúsnæðið," sagði í tillögunni sem einnig fól í sér ósk um gerð lögfræðilegs álits á því hvort staðsetning stöðvarinnar samræmist reglum, meðal annars um fjarlægð milli bensínstöðvar og bygginga þar sem fólk dvelur um lengri tíma. „Það stendur ekki til af okkar hálfu að flytja stöðina og við höfum ekki fengið neinar formlegar athugasemdir frá aðstandendum barna eða til þess bærum yfirvöldum um okkar starfsemi. ÓB stöðin er einfaldlega á þeim stað þar sem henni var fyrir mörgum árum úthlutað samþykktri lóð á samþykktu deiliskipulagi," segir Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs ÓB. Færanlegar skólastofur sem hefur verið komið fyrir við Ingunnarskóla eru nálægt lóðamörkunum. „Maður veltir þá fyrir sér hvort þessar skólastofur eru komnar inn á skipulag og hvort þær verði þarna til framtíðar," segir Jón. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Ingunnarskóla, segir ÓB vissulega óþægilega nálægt en skólinn sjálfur hafi ekki gert athugasemdir við staðsetningu bensínstöðvarinnar. „Þetta hefur ekki komið inn á borð skólans," segir Guðlaug. Samkvæmt skipulagssviði borgarinnar eru öll tilskilin leyfi fyrir hendi vegna ÓB við Kirkjustétt. Málið verði tekið fyrir af skipulagsráði fljótlega. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira