Kostaði innan við tíu milljónir 2. október 2012 00:01 Úr myndinni Blóðhefnd sem verður frumsýnd 12. október. „Við erum virkilega ánægðir miðað við peningana sem við vorum með í höndunum. Þetta er fyrsta alvöru hasarmynd Íslandssögunnar," segir Huginn Þór Grétarsson, meðframleiðandi og einn af leikurunum í Blóðhefnd. Hasarmyndin kemur í bíó 12. október. Hún hefur verið í fjögur ár í vinnslu og kostnaðurinn er undir tíu milljónum króna. „Myndin var svolítið lengi í vinnslu því þetta er ekki stórt batterí með ríkisstyrkjum, heldur unnið í krafti viljans," segir Huginn Þór. Blóðhefnd gerist í undirheimunum og fjallar um glæpahring sem ógnar fjölskyldu vegna útistandandi skulda. Aðalpersónan, sem leikstjórinn Ingólfur Ingólfsson leikur, fyllist hefndarþorsta og tekur málin í sínar hendur. Spurður hvort Blóðhefnd jafnist á við Svartur á leik eða Borgríki, sem einnig gerðust í íslensku undirheimunum, segist Huginn ekki vera viss. „Ég veit ekki með Svartur á leik. Hún kom rosalega vel út en ég held að þetta sé þess virði fyrir fólk sem hefur áhuga á íslenskri kvikmyndagerð að koma og skoða. Það eru mjög flott slagsmálaatriði þarna og alvöru hasar," segir hann. Til marks um það hálsbrotnaði einn leikarinn næstum því við tökurnar og annar var skallaður svo hann vankaðist. - fb Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við erum virkilega ánægðir miðað við peningana sem við vorum með í höndunum. Þetta er fyrsta alvöru hasarmynd Íslandssögunnar," segir Huginn Þór Grétarsson, meðframleiðandi og einn af leikurunum í Blóðhefnd. Hasarmyndin kemur í bíó 12. október. Hún hefur verið í fjögur ár í vinnslu og kostnaðurinn er undir tíu milljónum króna. „Myndin var svolítið lengi í vinnslu því þetta er ekki stórt batterí með ríkisstyrkjum, heldur unnið í krafti viljans," segir Huginn Þór. Blóðhefnd gerist í undirheimunum og fjallar um glæpahring sem ógnar fjölskyldu vegna útistandandi skulda. Aðalpersónan, sem leikstjórinn Ingólfur Ingólfsson leikur, fyllist hefndarþorsta og tekur málin í sínar hendur. Spurður hvort Blóðhefnd jafnist á við Svartur á leik eða Borgríki, sem einnig gerðust í íslensku undirheimunum, segist Huginn ekki vera viss. „Ég veit ekki með Svartur á leik. Hún kom rosalega vel út en ég held að þetta sé þess virði fyrir fólk sem hefur áhuga á íslenskri kvikmyndagerð að koma og skoða. Það eru mjög flott slagsmálaatriði þarna og alvöru hasar," segir hann. Til marks um það hálsbrotnaði einn leikarinn næstum því við tökurnar og annar var skallaður svo hann vankaðist. - fb
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira