Innlent

Færri læra nú þrjú tungumál

Skólaárið 2011-2012 lærðu 33.937 börn ensku í grunnskólum, eða 80,1 prósent, og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá því Hagstofan hóf að birta tölur um fjölda barna sem læra erlend tungumál árið 1999.

Síðastliðið skólaár lærðu 1.022 grunnskólanemendur þrjú tungumál, 2,4 prósent nemenda. Á síðasta skólaári lærðu 956 nemendur yngri en 12 ára dönsku, 624 nemendur lærðu spænsku, 255 nemendur frönsku og 252 nemendur þýsku. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×