Var plötuð í skólann en stýrir nú Herjólfi 27. september 2012 07:45 nýr vinnustaður Ingibjörg hefur meðal annars yfirumsjón með öryggismálum um borð í Herjólfi.fréttablaðið/óskar „Það má alveg kalla þetta draum sem hefur ræst. Ég vil vinna hérna heima í Eyjum og þetta er starfið sem ég vildi helst af öllu, enda hefur áhugi minn á starfinu alltaf orðið meiri og meiri," segir Ingibjörg Bryngeirsdóttir, 2. stýrimaður á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. Hún er nýútskrifuð með stýrimannsréttindi og var boðið starf stýrimanns. Hún þekkir skipið eins og handarbakið á sér, enda er þetta ekki hennar fyrsta starf þar um borð. Ingibjörg settist á skólabekk í stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum haustið 2005, en það bar að með nokkuð sérstökum hætti. Hún var ein margra sem studdu það með ráð og dáð að skólinn yrði endurvakinn. Einn þeirra sem starfaði í nefnd um endurreisn skólans, Sveinn Magnússon, hringdi svo einn daginn og spurði hvort hún styddi ekki skólann enn þá. Ingibjörg hélt það nú, en á hana runnu tvær grímur þegar Sveinn bar upp raunverulegt erindi sitt. „Hann hringdi til að skrá mig á skólabekk. Eftir nokkrar fortölur lét ég þó til leiðast og sé ekki eftir þeirri ákvörðun," segir Ingibjörg. „Ég útskrifaðist svo vorið 2011 og fékk mína fyrstu vinnu sem skipstjóri á hvalaskoðunarbát frá Húsavík í sumarbyrjun. Og hingað er ég svo komin, enn á ný." Í umfjöllun Fréttablaðsins í tilefni sjómannadagsins sumarið 2008 var rætt við Ingibjörgu þar sem hún sagði frá því að hún stundaði nám við skólann, en hún er eina konan sem þaðan hefur útskrifast. Þá sagðist henni svo frá: „Ég hef reyndar aldrei verið á fiskiskipi en ég hef meðal annars verið háseti, kokkur og er núna þerna hér á Herjólfi. Það er eiginlega ekkert eftir nema starfið efst uppi, það er að segja í brúnni. Ég myndi helst vilja í framtíðinni vera stýrimaður hér. Kannski get ég byrjað að leysa aðeins af eftir svona eitt, tvö ár." Nú þegar þetta liggur fyrir er eðlilegt að spyrja stýrimanninn hvort starf skipstjóra sé ekki rökrétt framhald þessarar sögu. Ingibjörg segir of snemmt að svara því. Lífið sé samt svo óútreiknanlegt að ómögulegt sé að útiloka að það verði ofan á. Starfinu sem Ingibjörg gegnir fylgir mikil ábyrgð. Hún hefur yfirumsjón með öryggismálum skipsins, sem er ekkert einfalt á stórri ferju eins og Herjólfi. En henni er treyst af öðrum yfirmönnum skipsins, enda var henni boðið starfið, og hún segir það hafa verið auðvelt að stíga inn í þá karlaveröld sem sjómennskan er. „Ég er hæstánægð og hér hef ég bestu kennara sem hægt er að finna í mínu fagi." svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Sjá meira
„Það má alveg kalla þetta draum sem hefur ræst. Ég vil vinna hérna heima í Eyjum og þetta er starfið sem ég vildi helst af öllu, enda hefur áhugi minn á starfinu alltaf orðið meiri og meiri," segir Ingibjörg Bryngeirsdóttir, 2. stýrimaður á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. Hún er nýútskrifuð með stýrimannsréttindi og var boðið starf stýrimanns. Hún þekkir skipið eins og handarbakið á sér, enda er þetta ekki hennar fyrsta starf þar um borð. Ingibjörg settist á skólabekk í stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum haustið 2005, en það bar að með nokkuð sérstökum hætti. Hún var ein margra sem studdu það með ráð og dáð að skólinn yrði endurvakinn. Einn þeirra sem starfaði í nefnd um endurreisn skólans, Sveinn Magnússon, hringdi svo einn daginn og spurði hvort hún styddi ekki skólann enn þá. Ingibjörg hélt það nú, en á hana runnu tvær grímur þegar Sveinn bar upp raunverulegt erindi sitt. „Hann hringdi til að skrá mig á skólabekk. Eftir nokkrar fortölur lét ég þó til leiðast og sé ekki eftir þeirri ákvörðun," segir Ingibjörg. „Ég útskrifaðist svo vorið 2011 og fékk mína fyrstu vinnu sem skipstjóri á hvalaskoðunarbát frá Húsavík í sumarbyrjun. Og hingað er ég svo komin, enn á ný." Í umfjöllun Fréttablaðsins í tilefni sjómannadagsins sumarið 2008 var rætt við Ingibjörgu þar sem hún sagði frá því að hún stundaði nám við skólann, en hún er eina konan sem þaðan hefur útskrifast. Þá sagðist henni svo frá: „Ég hef reyndar aldrei verið á fiskiskipi en ég hef meðal annars verið háseti, kokkur og er núna þerna hér á Herjólfi. Það er eiginlega ekkert eftir nema starfið efst uppi, það er að segja í brúnni. Ég myndi helst vilja í framtíðinni vera stýrimaður hér. Kannski get ég byrjað að leysa aðeins af eftir svona eitt, tvö ár." Nú þegar þetta liggur fyrir er eðlilegt að spyrja stýrimanninn hvort starf skipstjóra sé ekki rökrétt framhald þessarar sögu. Ingibjörg segir of snemmt að svara því. Lífið sé samt svo óútreiknanlegt að ómögulegt sé að útiloka að það verði ofan á. Starfinu sem Ingibjörg gegnir fylgir mikil ábyrgð. Hún hefur yfirumsjón með öryggismálum skipsins, sem er ekkert einfalt á stórri ferju eins og Herjólfi. En henni er treyst af öðrum yfirmönnum skipsins, enda var henni boðið starfið, og hún segir það hafa verið auðvelt að stíga inn í þá karlaveröld sem sjómennskan er. „Ég er hæstánægð og hér hef ég bestu kennara sem hægt er að finna í mínu fagi." svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Sjá meira