Erlent

Kínverjar styrkja herafla sinn

Flugmóðurskipið Liaoning Kínverjar þurfa enn nokkur ár til að koma sér upp flugvélum og þjálfa mannskap.
nordicphotos/AFP
Flugmóðurskipið Liaoning Kínverjar þurfa enn nokkur ár til að koma sér upp flugvélum og þjálfa mannskap. nordicphotos/AFP
Kínverska flugmóðurskipið Liaoning hefur verið tekið formlega í notkun, fjórtán árum eftir að það var dregið frá Rússlandi til Kína.

Rússar seldu skipið kínversku einkafyrirtæki með tengsl við kínverska herinn (PLA), sem sagðist ætla að nota það sem fljótandi spilavíti. Skipið var áður í eigu Sovétríkjanna og er enn eitt hið stærsta í heimi. Kínverjar segja skipið styrkja hernaðarmátt ríkisins verulega, en langt er þó þangað til það verður komið í fulla notkun því Kínverjar hafa ekki tiltækar herþotur sem hægt er að nota með skipinu. Skipið tengist ekki beint deilum Kínverja við Japani um eignarhald á nokkrum eyjum.

Tímasetningin nú er þó óneitanlega til þess fallin að magna enn upp deilurnar, sem hafa verið harðar undanfarnar vikur eftir að japanska stjórnin ákvað að þjóðnýta og kaupa þrjár af eyjunum fimm af japönskum einkaaðilum, sem hugðust fara þar í stórfellda uppbyggingu.

Kínverjar hafa ekki látið uppi hvaða hlutverki skipið eigi að gegna, en talið er að Kínverjar ætli að smíða sér sjálfir allt að fimm flugmóðurskip til viðbótar. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×