Ógnarhernaður gegn almenningi 26. september 2012 02:00 Ómannað árásarflugfar Bandaríkjaher hefur í auknum mæli notað flugtæki af þessu tagi í Pakistan, Jemen og Sómalíu.nordicphotos/AFP Bandaríkjaher hefur síðustu árin í æ meiri mæli notað ómönnuð flugför til að varpa sprengjum á fólk í Pakistan. Tilgangurinn er sagður sá að drepa helstu leiðtoga hryðjuverkamanna, en árangurinn er umdeildur. Tveir hópar fræðimanna við bandaríska háskóla segja Bandaríkjastjórn ekki segja sannleikann um þann skaða sem þessar árásir valda. „Bandarískir stjórnmálamenn og bandarískur almenningur geta ekki haldið áfram að hunsa vísbendingar um þann skaða, sem almenningur verður fyrir, og þau þveröfugu áhrif sem þessi hnitmiðuðu mannvíg og skotflaugaárásir hafa í Pakistan," segir í nýútkominni skýrslu fræðimannanna, sem starfa við lögfræðideildir háskólanna í Stanford og New York. Eftir níu mánaða rannsóknir, sem gerðar voru bæði á vettvangi í Pakistan og með viðtölum við fórnarlömb, vitni og sérfræðinga, segja fræðimennirnir engan vafa leika á því að árásirnar hafi kostað hundruð almennra borgara lífið á síðustu árum, þar á meðal 176 börn. Þótt árásirnar hafi að öllum líkindum kostað fleiri hryðjuverkamenn lífið en saklausa borgara, þá eru háttsettir liðsmenn hryðjuverkasamtaka einungis lítið brot af þeim sem látist hafa. Að minnsta kosti er fátt sem styður fullyrðingar bandarískra stjórnvalda um að ómönnuðu flugförin séu nákvæm og örugg eða að þau bæti öryggi Bandaríkjamanna með einhverjum hætti. Þvert á móti bendi flest til að andstaða almennings við Bandaríkin hafi vaxið og staða hryðjuverkamanna jafnvel styrkst. Þar að auki séu þessi ómönnuðu flugför stöðug ógn í lífi almennings á þeim svæðum í Pakistan þar sem þau eru notuð. „Tilvist þeirra skelfir karla, konur og börn, vekur kvíða og veldur sálrænum áföllum í samfélagi almennra borgara," segir í skýrslunni. „Þau sem búa undir skotflaugunum hafa stöðugar áhyggjur af því að hvenær sem er megi búast við mannskæðri árás, og gera sér grein fyrir því að þau hafa enga möguleika til að verjast." gudsteinn@frettabladinu.is Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Bandaríkjaher hefur síðustu árin í æ meiri mæli notað ómönnuð flugför til að varpa sprengjum á fólk í Pakistan. Tilgangurinn er sagður sá að drepa helstu leiðtoga hryðjuverkamanna, en árangurinn er umdeildur. Tveir hópar fræðimanna við bandaríska háskóla segja Bandaríkjastjórn ekki segja sannleikann um þann skaða sem þessar árásir valda. „Bandarískir stjórnmálamenn og bandarískur almenningur geta ekki haldið áfram að hunsa vísbendingar um þann skaða, sem almenningur verður fyrir, og þau þveröfugu áhrif sem þessi hnitmiðuðu mannvíg og skotflaugaárásir hafa í Pakistan," segir í nýútkominni skýrslu fræðimannanna, sem starfa við lögfræðideildir háskólanna í Stanford og New York. Eftir níu mánaða rannsóknir, sem gerðar voru bæði á vettvangi í Pakistan og með viðtölum við fórnarlömb, vitni og sérfræðinga, segja fræðimennirnir engan vafa leika á því að árásirnar hafi kostað hundruð almennra borgara lífið á síðustu árum, þar á meðal 176 börn. Þótt árásirnar hafi að öllum líkindum kostað fleiri hryðjuverkamenn lífið en saklausa borgara, þá eru háttsettir liðsmenn hryðjuverkasamtaka einungis lítið brot af þeim sem látist hafa. Að minnsta kosti er fátt sem styður fullyrðingar bandarískra stjórnvalda um að ómönnuðu flugförin séu nákvæm og örugg eða að þau bæti öryggi Bandaríkjamanna með einhverjum hætti. Þvert á móti bendi flest til að andstaða almennings við Bandaríkin hafi vaxið og staða hryðjuverkamanna jafnvel styrkst. Þar að auki séu þessi ómönnuðu flugför stöðug ógn í lífi almennings á þeim svæðum í Pakistan þar sem þau eru notuð. „Tilvist þeirra skelfir karla, konur og börn, vekur kvíða og veldur sálrænum áföllum í samfélagi almennra borgara," segir í skýrslunni. „Þau sem búa undir skotflaugunum hafa stöðugar áhyggjur af því að hvenær sem er megi búast við mannskæðri árás, og gera sér grein fyrir því að þau hafa enga möguleika til að verjast." gudsteinn@frettabladinu.is
Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira