Frábært að fá svona góða dóma 12. september 2012 10:00 Kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið, fær góða dóma eftir að hún var sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. fréttablaðið/anton brink Kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið, var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem stendur nú yfir. Myndin hefur fengið góðar dóma og sagði gagnrýnandi Screen Daily myndina fallega og að hún væri líkleg til að falla í kramið hjá áhorfendum. „Það er frábært að fá svona góða dóma. Það skemmtilega við dóminn í Screen Daily er að gagnrýnandinn fer dýpra í túlkun sinni á myndinni en gengur og gerist í kvikmyndadómum og tengir hana meðal annars íslensku hugarfari og kreppunni, sem var akkúrat ætlun mín,“ segir Baltasar um dóm Howard Feinstein hjá Screen Daily. Sá telur að þrátt fyrir tragískan söguþráð myndarinnar muni hún slá í gegn hjá kvikmyndagestum víða um heim. Djúpið var sýnd fimm sinnum í Toronto, tvisvar fyrir kaupendur og þrisvar fyrir hátíðargesti og var uppselt á þær síðarnefndu. Myndin hefur þegar verið seld til dreifingar í Skandinavíu, Bretlandi og Frakklandi og eiga aðstandendur í samningaviðræðum við dreifingaraðila í Bandaríkjunum, Japan og Ástralíu. Djúpið verður frumsýnd hér á landi þann 27. september og á Baltasar ekki von á að Guðlaugur Friðþórsson sæki sýninguna, en myndin er byggð á leikverki sem var innblásið af þrekraun Guðlaugs sem synti í land eftir að skip hans fórst við Vestmannaeyjar árið 1984. „Ég bauð honum fyrir löngu en á ekki von á því að hann komi. Ég skil ástæður hans mjög vel en vissi því miður ekki af þeim fyrr en of seint. Sagan fjallar þó ekki bara um hann, heldur um alla íslenska sjómenn.“ Baltasar dvelur hér á landi í þrjár vikur og heldur að þeim tíma loknum aftur til Bandaríkjanna þar sem hann mun ljúka vinnu við kvikmyndina 2 Guns.- sm Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið, var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem stendur nú yfir. Myndin hefur fengið góðar dóma og sagði gagnrýnandi Screen Daily myndina fallega og að hún væri líkleg til að falla í kramið hjá áhorfendum. „Það er frábært að fá svona góða dóma. Það skemmtilega við dóminn í Screen Daily er að gagnrýnandinn fer dýpra í túlkun sinni á myndinni en gengur og gerist í kvikmyndadómum og tengir hana meðal annars íslensku hugarfari og kreppunni, sem var akkúrat ætlun mín,“ segir Baltasar um dóm Howard Feinstein hjá Screen Daily. Sá telur að þrátt fyrir tragískan söguþráð myndarinnar muni hún slá í gegn hjá kvikmyndagestum víða um heim. Djúpið var sýnd fimm sinnum í Toronto, tvisvar fyrir kaupendur og þrisvar fyrir hátíðargesti og var uppselt á þær síðarnefndu. Myndin hefur þegar verið seld til dreifingar í Skandinavíu, Bretlandi og Frakklandi og eiga aðstandendur í samningaviðræðum við dreifingaraðila í Bandaríkjunum, Japan og Ástralíu. Djúpið verður frumsýnd hér á landi þann 27. september og á Baltasar ekki von á að Guðlaugur Friðþórsson sæki sýninguna, en myndin er byggð á leikverki sem var innblásið af þrekraun Guðlaugs sem synti í land eftir að skip hans fórst við Vestmannaeyjar árið 1984. „Ég bauð honum fyrir löngu en á ekki von á því að hann komi. Ég skil ástæður hans mjög vel en vissi því miður ekki af þeim fyrr en of seint. Sagan fjallar þó ekki bara um hann, heldur um alla íslenska sjómenn.“ Baltasar dvelur hér á landi í þrjár vikur og heldur að þeim tíma loknum aftur til Bandaríkjanna þar sem hann mun ljúka vinnu við kvikmyndina 2 Guns.- sm
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira