Les aldrei glæpasögur 30. ágúst 2012 00:01 Danski rithöfundurinn Jussi Adler-Olsen. Danski rithöfundurinn Jussi Adler-Olsen hefur slegið í gegn með bókum sínum um Deild Q í dönsku lögreglunni sem fæst við óupplýst sakamál. Hann er staddur hér á landi til að kynna verk sín og hitta íslenska lesendur. „Ég tók þá ákvörðun þegar ég var 45 ára gamall að helga mig skrifum. Þá var ég í mjög krefjandi starfi og hugsaði með mér að ég vildi ekki brenna út auk þess sem ég átti þá ungan son sem ég vildi sinna. Ég vissi að ég gæti skrifað en ekki að það væri svona krefjandi að vera rithöfundur," segir Jussi Adler-Olsen rithöfundur sem þekktur er fyrir bækur sínar um Deild Q í dönsku lögreglunni, deild sem fæst við óupplýst sakamál. Adler-Olsen hefur skrifað fjórar bækur um deildina og kom sú þriðja í röðinni, Flöskuskeyti frá P, nýverið út í íslenskri þýðingu. Sögurnar segja frá glímu starfsmanna deildarinnar, Carls Mørck, Assads og Rósu, við gömul mál og glæpamenn að störfum en um leið fær lesandi innsýn inn í þeirra líf og kima dansks samfélags. Þær falla því vel að hinni norrænu glæpasagnahefð sem á rætur sínar að rekja til sænsku hjónanna Sjöwahl og Wahlö. „Þau eru sporgöngumenn norrænna spennusagna og við sem skrifum slíkar sögur byggjum á þeirra hefð, það er klárt. Ég vissi hins vegar að þegar ég lagði grunn að bókaflokknum um Deild Q þá væri mikilvægt að nota húmor í sögunum, um leið og maður fer að prédika þá hættir fólk að nenna að lesa." Það var vinur Adler-Olsen, leikstjórinn og framleiðandinn Rumle Hammerick, sem fyrst hvatti hann til þess að skrifa glæpasögur sem gerðust í Danmörku. Þetta er fyrsta heimsókn Adler-Olsen síðan hann gerðist rithöfundur en hann átti afar fjölbreyttan feril að baki þegar hann settist við skriftir. Hann átti um tíma verslun sem seldi teiknimyndasögur, hann samdi tónlist fyrir teiknimyndina Valhalla, starfaði fyrir dönsku friðarhreyfinguna og var útgefandi hjá Bonnier-útgáfunni svo fáein dæmi séu tekin. „Faðir minn, sem var einn best menntaði maður á Norðurlöndum, sagði við mig þegar ég var ungur: Jussi, þú ert svo hæfileikaríkur á mörgum sviðum og þú átt að rækta þá alla. Og svo býrð þú yfir stærsta hæfileikanum af öllum, þú ert heppinn." Adler-Olsen segir skrautlegan feril og þá staðreynd að hann ólst upp á geðveikrahæli, þar sem faðir hans var yfirlæknir, hafa hjálpað honum við persónusköpun og skáldsagnasmíð. „Ég sæki innblástur í fjölmiðla og fréttir, les á milli línanna í sögum dagsins og fylgist með því sem er að gerast." Spurður hvort hann fylgist með verkum annarra spennusagnahöfunda kveður hann nei við. „Ég les aldrei glæpasögur, ég hef ekki lesið glæpasögur í sjö ár, ég er svo hræddur við að verða fyrir of miklum áhrifum frá þeim. Ég hef mest gaman af absúrd bókmenntum, norski höfundurinn Erlend Loe er til dæmis í miklu uppáhaldi." Adler-Olsen kemur fram á höfundakvöldi í Norræna húsinu í kvöld klukkan átta en þar ræðir Árni Matthíasson við hann um verk hans. sigridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Reykti pabba sinn Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Danski rithöfundurinn Jussi Adler-Olsen hefur slegið í gegn með bókum sínum um Deild Q í dönsku lögreglunni sem fæst við óupplýst sakamál. Hann er staddur hér á landi til að kynna verk sín og hitta íslenska lesendur. „Ég tók þá ákvörðun þegar ég var 45 ára gamall að helga mig skrifum. Þá var ég í mjög krefjandi starfi og hugsaði með mér að ég vildi ekki brenna út auk þess sem ég átti þá ungan son sem ég vildi sinna. Ég vissi að ég gæti skrifað en ekki að það væri svona krefjandi að vera rithöfundur," segir Jussi Adler-Olsen rithöfundur sem þekktur er fyrir bækur sínar um Deild Q í dönsku lögreglunni, deild sem fæst við óupplýst sakamál. Adler-Olsen hefur skrifað fjórar bækur um deildina og kom sú þriðja í röðinni, Flöskuskeyti frá P, nýverið út í íslenskri þýðingu. Sögurnar segja frá glímu starfsmanna deildarinnar, Carls Mørck, Assads og Rósu, við gömul mál og glæpamenn að störfum en um leið fær lesandi innsýn inn í þeirra líf og kima dansks samfélags. Þær falla því vel að hinni norrænu glæpasagnahefð sem á rætur sínar að rekja til sænsku hjónanna Sjöwahl og Wahlö. „Þau eru sporgöngumenn norrænna spennusagna og við sem skrifum slíkar sögur byggjum á þeirra hefð, það er klárt. Ég vissi hins vegar að þegar ég lagði grunn að bókaflokknum um Deild Q þá væri mikilvægt að nota húmor í sögunum, um leið og maður fer að prédika þá hættir fólk að nenna að lesa." Það var vinur Adler-Olsen, leikstjórinn og framleiðandinn Rumle Hammerick, sem fyrst hvatti hann til þess að skrifa glæpasögur sem gerðust í Danmörku. Þetta er fyrsta heimsókn Adler-Olsen síðan hann gerðist rithöfundur en hann átti afar fjölbreyttan feril að baki þegar hann settist við skriftir. Hann átti um tíma verslun sem seldi teiknimyndasögur, hann samdi tónlist fyrir teiknimyndina Valhalla, starfaði fyrir dönsku friðarhreyfinguna og var útgefandi hjá Bonnier-útgáfunni svo fáein dæmi séu tekin. „Faðir minn, sem var einn best menntaði maður á Norðurlöndum, sagði við mig þegar ég var ungur: Jussi, þú ert svo hæfileikaríkur á mörgum sviðum og þú átt að rækta þá alla. Og svo býrð þú yfir stærsta hæfileikanum af öllum, þú ert heppinn." Adler-Olsen segir skrautlegan feril og þá staðreynd að hann ólst upp á geðveikrahæli, þar sem faðir hans var yfirlæknir, hafa hjálpað honum við persónusköpun og skáldsagnasmíð. „Ég sæki innblástur í fjölmiðla og fréttir, les á milli línanna í sögum dagsins og fylgist með því sem er að gerast." Spurður hvort hann fylgist með verkum annarra spennusagnahöfunda kveður hann nei við. „Ég les aldrei glæpasögur, ég hef ekki lesið glæpasögur í sjö ár, ég er svo hræddur við að verða fyrir of miklum áhrifum frá þeim. Ég hef mest gaman af absúrd bókmenntum, norski höfundurinn Erlend Loe er til dæmis í miklu uppáhaldi." Adler-Olsen kemur fram á höfundakvöldi í Norræna húsinu í kvöld klukkan átta en þar ræðir Árni Matthíasson við hann um verk hans. sigridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Reykti pabba sinn Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira