Fyndnari í fullri lengd 24. ágúst 2012 14:00 Sigríður Lára Sigurjónsdóttir tók sig til og þýddi Önnu í Grænuhlíð á nýjan leik eftir að hún komst að því að bókin hafði verið stytt verulega í íslenskri þýðingu á sínum tíma. Hér handleikur hún nýja útgáfu bókarinnar sem dreift var í verslanir í vikunni. Fréttablaðið/Valli Sigríður Lára Sigurjónsdóttir komst að því fyrir nokkrum árum að íslensk þýðing einnar eftirlætisbókar hennar, Önnu í Grænuhlíð, væri stytt útgáfa sögunnar. Hún hefur nú þýtt á ný fyrstu bókina af átta um Önnu. „Ég hef lengi verið aðdáandi Önnu í Grænuhlíð en það var fyrst árið 2009 að ég komst að því að bækurnar væri bæði fleiri en ég hélt og lengri. Ég byrjaði því á að lesa bækurnar sem ég hafði ekki lesið og svo þær sem höfðu verið þýddar á íslensku og komst að því að það var meira í þær spunnið en ég hélt. Bækurnar um Önnu eru til dæmis miklu fyndnari en ég hafði gert mér grein fyrir,“ segir Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, þýðandi Önnu í Grænuhlíð sem komin er út á nýjan leik í óstyttri útgáfu hjá forlaginu Ástríki. „Fyrstu fjórar bækurnar af þeim átta sem höfundurinn Lucy Maud Montgomery samdi um Önnu voru þýddar á árunum 1933 til 1937 af Axel Guðmundssyni. Gömlu þýðingarnar eru mjög góðar að mörgu leyti en þær voru þýddar inn í gömlu þýðingarhefðina sem fól í sér þá hugsun að ekki þyrfti að fara eftir frumtextanum. Fyrsta bókin var til dæmis 27 kaflar á íslensku en 38 á ensku. Og styttingar þýddu líka að sögunni var breytt á köflum,“ segir Sigríður Lára og lofar því að lesendum sem þekkja bókina bara í íslenskri þýðingu verði komið á óvart í nýju þýðingunni. Fyrsta bókin um Önnu í Grænuhlíð kom út árið 1908. Sögusviðið eru æskuslóðir höfundar, Prince Edwards-eyja sem er við austurströnd Kanada. „Þetta er sígild sveitarómantík en sögurnar eru alls ekki barnabækur eins og sumir halda. Anna sjálf er bara barn í fyrstu bókinni og síðustu bækurnar segja frá börnunum hennar. Ég les þær að minnsta kosti enn mér til ánægju og veit að bækurnar eiga sér fjölmarga aðdáendur á öllum aldri.“ sigridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir komst að því fyrir nokkrum árum að íslensk þýðing einnar eftirlætisbókar hennar, Önnu í Grænuhlíð, væri stytt útgáfa sögunnar. Hún hefur nú þýtt á ný fyrstu bókina af átta um Önnu. „Ég hef lengi verið aðdáandi Önnu í Grænuhlíð en það var fyrst árið 2009 að ég komst að því að bækurnar væri bæði fleiri en ég hélt og lengri. Ég byrjaði því á að lesa bækurnar sem ég hafði ekki lesið og svo þær sem höfðu verið þýddar á íslensku og komst að því að það var meira í þær spunnið en ég hélt. Bækurnar um Önnu eru til dæmis miklu fyndnari en ég hafði gert mér grein fyrir,“ segir Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, þýðandi Önnu í Grænuhlíð sem komin er út á nýjan leik í óstyttri útgáfu hjá forlaginu Ástríki. „Fyrstu fjórar bækurnar af þeim átta sem höfundurinn Lucy Maud Montgomery samdi um Önnu voru þýddar á árunum 1933 til 1937 af Axel Guðmundssyni. Gömlu þýðingarnar eru mjög góðar að mörgu leyti en þær voru þýddar inn í gömlu þýðingarhefðina sem fól í sér þá hugsun að ekki þyrfti að fara eftir frumtextanum. Fyrsta bókin var til dæmis 27 kaflar á íslensku en 38 á ensku. Og styttingar þýddu líka að sögunni var breytt á köflum,“ segir Sigríður Lára og lofar því að lesendum sem þekkja bókina bara í íslenskri þýðingu verði komið á óvart í nýju þýðingunni. Fyrsta bókin um Önnu í Grænuhlíð kom út árið 1908. Sögusviðið eru æskuslóðir höfundar, Prince Edwards-eyja sem er við austurströnd Kanada. „Þetta er sígild sveitarómantík en sögurnar eru alls ekki barnabækur eins og sumir halda. Anna sjálf er bara barn í fyrstu bókinni og síðustu bækurnar segja frá börnunum hennar. Ég les þær að minnsta kosti enn mér til ánægju og veit að bækurnar eiga sér fjölmarga aðdáendur á öllum aldri.“ sigridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira