Þingforseti segir hótel óboðlegt löggjafanum 13. júlí 2012 09:00 alþingi, þingmenn, þingflokksformenn, forseti alþingis ásta ragnheiður jóhannesdóttir „Ég hef verulegar áhyggjur af þessum tillögum og því sem þær bera með sér gagnvart Alþingi. Það verður að taka tillit til löggjafans," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, um vinningstillögu í samkeppni um hótel í Landsímahúsinu gegnt þinginu. Hún hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem athugasemdum þingsins við tillöguna er komið á framfæri. Þá hefur forsætisnefnd þingsins rætt málið og mun taka það fyrir á sumarfundi sínum í ágúst. „Það er verið að færa byggingar alveg að Alþingisreitnum, alveg út í gangstétt. Þetta þrengir mjög að gömlu húsunum sem við höfum verið að gera upp á Alþingisreitnum og mun skyggja algjörlega á þau." Ásta Ragnheiður segist hafa fundað með borgaryfirvöldum áður en samkeppnin var haldin til að gera þeim grein fyrir afstöðu þingsins. „En það hvarflaði aldrei að okkur að menn ætluðu að færa byggingarnar alveg ofan í skrifstofuhúsnæði þingsins. Hér í þessum gömlu húsum verður bara myrkur ef þetta verður að veruleika, sem löggjafinn getur vart sætt sig við. Almennt er það þannig að þinghús hafa gott rými í kringum sig og það er ekki byggt ofan í þau. Ég held að við eigum að hafa það stolt gagnvart löggjafarsamkundunni að gefa henni gott rými og að þessi fallegu, gömlu hús fái að njóta sín. Það munu þau ekki gera ef þetta verður að veruleika." Ásta Ragnheiður segir annað áhyggjuefni vera umferðina á svæðinu. Nú þegar sé mjög mikil umferð um svæðið vegna fjölmargra hótela. „Það er geysileg umferð um Kirkjustræti og Aðalstræti og hér standa rútur, trukkar, háfjallabílar og bílaleigubílar þvers og kruss um allt og það er nánast ekki hægt að komast hér að. Mér finnst það ekki boðlegt löggjafanum að fá svona mikið byggingamagn á svæðið." Atburðir í nágrenni þinghúsa víða um heim hafa orðið til þess að meira hefur verið hugað að öryggismálum að undanförnu, að sögn Ástu Ragnheiðar. Þess vegna þurfi að vera auðveld aðkoma að húsinu og nefnir hún sem dæmi að á reitnum séu gömul og viðkvæm timburhús. Rætt hefur verið um að Alþingi kaupi Landsímahúsið og noti undir skrifstofur. Ásta Ragnheiður segir þingið hafa skoðað ýmsar leiðir til að leysa húsnæðisvandann, en hún viti ekki betur en að eigendur hússins vilji bara reka þar hótel. - þeb Fréttir Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Ég hef verulegar áhyggjur af þessum tillögum og því sem þær bera með sér gagnvart Alþingi. Það verður að taka tillit til löggjafans," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, um vinningstillögu í samkeppni um hótel í Landsímahúsinu gegnt þinginu. Hún hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem athugasemdum þingsins við tillöguna er komið á framfæri. Þá hefur forsætisnefnd þingsins rætt málið og mun taka það fyrir á sumarfundi sínum í ágúst. „Það er verið að færa byggingar alveg að Alþingisreitnum, alveg út í gangstétt. Þetta þrengir mjög að gömlu húsunum sem við höfum verið að gera upp á Alþingisreitnum og mun skyggja algjörlega á þau." Ásta Ragnheiður segist hafa fundað með borgaryfirvöldum áður en samkeppnin var haldin til að gera þeim grein fyrir afstöðu þingsins. „En það hvarflaði aldrei að okkur að menn ætluðu að færa byggingarnar alveg ofan í skrifstofuhúsnæði þingsins. Hér í þessum gömlu húsum verður bara myrkur ef þetta verður að veruleika, sem löggjafinn getur vart sætt sig við. Almennt er það þannig að þinghús hafa gott rými í kringum sig og það er ekki byggt ofan í þau. Ég held að við eigum að hafa það stolt gagnvart löggjafarsamkundunni að gefa henni gott rými og að þessi fallegu, gömlu hús fái að njóta sín. Það munu þau ekki gera ef þetta verður að veruleika." Ásta Ragnheiður segir annað áhyggjuefni vera umferðina á svæðinu. Nú þegar sé mjög mikil umferð um svæðið vegna fjölmargra hótela. „Það er geysileg umferð um Kirkjustræti og Aðalstræti og hér standa rútur, trukkar, háfjallabílar og bílaleigubílar þvers og kruss um allt og það er nánast ekki hægt að komast hér að. Mér finnst það ekki boðlegt löggjafanum að fá svona mikið byggingamagn á svæðið." Atburðir í nágrenni þinghúsa víða um heim hafa orðið til þess að meira hefur verið hugað að öryggismálum að undanförnu, að sögn Ástu Ragnheiðar. Þess vegna þurfi að vera auðveld aðkoma að húsinu og nefnir hún sem dæmi að á reitnum séu gömul og viðkvæm timburhús. Rætt hefur verið um að Alþingi kaupi Landsímahúsið og noti undir skrifstofur. Ásta Ragnheiður segir þingið hafa skoðað ýmsar leiðir til að leysa húsnæðisvandann, en hún viti ekki betur en að eigendur hússins vilji bara reka þar hótel. - þeb
Fréttir Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira