Innlent

Boðað til samstöðumótmæla

Pussy Riot.
Pussy Riot.

Þrjár konur, sem eru í rússnesku pönksveitinni Pussy Riot og hafa verið í haldi lögreglu í Moskvu frá því í mars, hafa hafið hungurverkfall.

Konurnar voru handteknar fyrir mótmæli gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta, en hafa einnig mótmælt stöðu kvenna í landinu. Varðhaldinu hefur verið mótmælt harðlega í Rússlandi.

Boðað hefur verið til samstöðumótmæla vegna málsins við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag klukkan 15.30. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×