Erlent

Setti heimsmet fyrir andlátið

norðurfari Þessi litla leðurblaka fannst dauð í kofa í Finnmörku á nyrsta odda Noregs. Aldrei fyrr hefur leðurblaka fundist svo norðanlega.
norðurfari Þessi litla leðurblaka fannst dauð í kofa í Finnmörku á nyrsta odda Noregs. Aldrei fyrr hefur leðurblaka fundist svo norðanlega.
Dauð leðurblaka sem hjón fundu í kofa sínum í Finnmörk í Norður-Noregi fyrir skömmu hefur sennilega sett heimsmet rétt áður en hún drapst. Aldrei áður hefur leðurblaka fundist svo norðarlega. Kofinn er í Bekkarfjord rétt hjá nyrsta odda Noregs og um leið Evrópu.

Um er að ræða svokallaða trítilblöku, sem hefur að minnsta kosti einu sinni sést hér á landi, samkvæmt Vísindavefnum.

Hjónin sendu dýrið til sérfræðings hjá náttúrufræðistofnun Noregs, Jeroen var der Kooij, sem sagði við Aftenposten að fundurinn væri einstakur. „Þetta er pottþétt met!"- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×