Tökum gestasprettinn Jakob Frímann Magnússon skrifar 5. júní 2012 06:00 Það er gott að fá gesti í heimsókn. Það rekur okkur til hreingerninga og tiltektar. Orðið gestasprettur vísar til þeirra skyndiþrifa sem jafnan eru undanfari gestakomu. Miðborgin er vettvangur tæplega eitt þúsund rekstraraðila og um níu þúsund íbúa. Auk þess sækja tugþúsundir miðborgina heim vikulega, á sumum helgum allt að eitt hundrað þúsund manns, og eru gestir þá iðulega eigi einhamir, í stífu föruneyti Bakkusar konungs. Skrautlegt er jafnan um að litast eftir útihátíðir helganna í miðborginni. Fnæsandi vélsópar gera sitt besta, en það dugir skammt. Það eru að koma gestir!Í ár eigum við von á um 700.000 þúsund erlendum gestum til viðbótar við alla þá innlendu. Flestir þeirra sækja miðborgina heim. Hún er í raun fjölsóttasti og mesti álagsblettur Íslands. Mörgum blöskrar útgangurinn á miðborginni, jafnvel þó vélsóparnir hafi lokið sínu. Nú er mál að taka höndum saman; við heimafólkið að vanda okkur og huga betur að umgengninni og vélsópaverktakarnir að gerast einbeittari og grípa til handkústanna þar sem þörf krefur. Loks þurfa rekstraraðilarnir að sammælast um hreinni torg og fegurri borg því slíkt eykur líkur á endurteknum heimsóknum og blómlegri viðskiptum til langframa. Í nágrannalöndunum er það sjálfsögð og viðtekin venja að rekstraraðilar hefji starfsdaginn á að grípa kústinn og fægiskófluna til að fegra eigin stétt og sitt nánasta umhverfi. Þetta þurfum við að innleiða hér. Gestasprettur í vikulokinNú á föstudaginn 8. júní hefst hreinsunarátakið Gestasprettur. Kústum og fægiskóflum verður með táknrænum hætti dreift meðal rekstraraðila í miðborginni, málningarpenslum þar sem við á. Áður en 700.000 erlendu gestina ber að garði er hvatt til þess að rekstraraðilar og íbúar sameinist í frísklegu hreinsunarátaki með atfylgi Miðborgarinnar okkar og Reykjavíkurborgar. Afraksturinn í formi ruslapoka verður síðan fjarlægður af stéttarbrúnum á laugardag 9. júní, sunnudag 10. júní og mánudag 11. júní. Í kjölfarið ættum við að efna til viðvarandi vitundarvakningar og gera síðan með okkur miðborgarsáttmála er spegli sameiginlega ábyrgð okkar allra á því að standa vörð um hreinleika og reisn miðborgarinnar okkar fögru. Hún er í senn sameign allra Íslendinga og mikilvæg fyrsta vísbending um menningarstig sem blasir við ört fjölgandi gestum okkar. Gleðilegt sumar. Láttu ekki þitt eftir liggja! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er gott að fá gesti í heimsókn. Það rekur okkur til hreingerninga og tiltektar. Orðið gestasprettur vísar til þeirra skyndiþrifa sem jafnan eru undanfari gestakomu. Miðborgin er vettvangur tæplega eitt þúsund rekstraraðila og um níu þúsund íbúa. Auk þess sækja tugþúsundir miðborgina heim vikulega, á sumum helgum allt að eitt hundrað þúsund manns, og eru gestir þá iðulega eigi einhamir, í stífu föruneyti Bakkusar konungs. Skrautlegt er jafnan um að litast eftir útihátíðir helganna í miðborginni. Fnæsandi vélsópar gera sitt besta, en það dugir skammt. Það eru að koma gestir!Í ár eigum við von á um 700.000 þúsund erlendum gestum til viðbótar við alla þá innlendu. Flestir þeirra sækja miðborgina heim. Hún er í raun fjölsóttasti og mesti álagsblettur Íslands. Mörgum blöskrar útgangurinn á miðborginni, jafnvel þó vélsóparnir hafi lokið sínu. Nú er mál að taka höndum saman; við heimafólkið að vanda okkur og huga betur að umgengninni og vélsópaverktakarnir að gerast einbeittari og grípa til handkústanna þar sem þörf krefur. Loks þurfa rekstraraðilarnir að sammælast um hreinni torg og fegurri borg því slíkt eykur líkur á endurteknum heimsóknum og blómlegri viðskiptum til langframa. Í nágrannalöndunum er það sjálfsögð og viðtekin venja að rekstraraðilar hefji starfsdaginn á að grípa kústinn og fægiskófluna til að fegra eigin stétt og sitt nánasta umhverfi. Þetta þurfum við að innleiða hér. Gestasprettur í vikulokinNú á föstudaginn 8. júní hefst hreinsunarátakið Gestasprettur. Kústum og fægiskóflum verður með táknrænum hætti dreift meðal rekstraraðila í miðborginni, málningarpenslum þar sem við á. Áður en 700.000 erlendu gestina ber að garði er hvatt til þess að rekstraraðilar og íbúar sameinist í frísklegu hreinsunarátaki með atfylgi Miðborgarinnar okkar og Reykjavíkurborgar. Afraksturinn í formi ruslapoka verður síðan fjarlægður af stéttarbrúnum á laugardag 9. júní, sunnudag 10. júní og mánudag 11. júní. Í kjölfarið ættum við að efna til viðvarandi vitundarvakningar og gera síðan með okkur miðborgarsáttmála er spegli sameiginlega ábyrgð okkar allra á því að standa vörð um hreinleika og reisn miðborgarinnar okkar fögru. Hún er í senn sameign allra Íslendinga og mikilvæg fyrsta vísbending um menningarstig sem blasir við ört fjölgandi gestum okkar. Gleðilegt sumar. Láttu ekki þitt eftir liggja!
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar