Enn um Landspítalann Sighvatur Björgvinsson skrifar 1. júní 2012 11:00 Ég á ekki í deilum við nokkurn mann um Landsspítala/háskólasjúkrahús – og ætla mér það ekki. Ég hef bara spurt nokkurra spurninga – en fátt verið um svör. Í grein Jóhannesar Gunnarssonar er miklu rými varið í að vitna í meira en tveggja áratuga gömul ummæli mín - en svör engin gefin. Í síðari grein sinni vísar hann spurningu einfaldlega frá sér. Í greinum Ólafs Baldurssonar og Kristjáns Erlendssonar er álíka miklu rými varið í að ræða gæði íslenska heilbrigðiskerfisins og Lsp. Ég spurði ekki um það. Það veit ég. Þessi viðbrögð eru hins vegar dæmigerð um viðbrögð Íslendinga þegar þeir eru beðnir um að ræða kjarna máls. Málum drepið á dreif. Af hverju spurt?Af hverju er spurt? Um margra ára skeið hafa ekki verið til fjármunir til nauðsynlegs viðhalds á byggingum Lsp. Sumir hlutar þeirra halda hvorki vatni né vindi. Dýr en bráðnauðsynlegur tækjabúnaður er kominn langt fram yfir áformaðan endingartíma – en hvorki hægt að endurnýja né kaupa nýtt. Starfsfólki hefur stórum fækkað vegna fjárskorts, yfirvinna bönnuð og dregið hefur stórlega úr þjónustu með tímabundnum og varanlegum lokunum – nú síðast á Grennsásdeild. Forstjóri Lsp segir sjálfur að grunnþjónustu spítalans sé í hættu stefnt. Þegar svo er ástatt um fjárhag þjóðarinnar er tilkynnt að til standi miklar byggingaframkvæmdir við nýjan spítala sem allt eigi að fjármagna með lánum! Núverandi stjórnunarkynslóð ætlar að byggja. Komandi stjórnunarkynslóðir eiga að borga! Er ekki hverjum og einum sanngjörnum manni ljóst, að við þessar aðstæður hljóta að vakna spurningar um hvað vera eigi í kassanum. Yfir hvað er verið að byggja? Vita en vilja ekki svaraLæknarnir þrír vita nákvæmlega hve mikils fjár er vant til þess að hægt sé að sinna í hinni nýju byggingu með fullnægjandi hætti þeirri þjónustu, sem Lsp berst við að viðhalda í dag. Hvað þarf til þess af nýjum tækjum og búnaði, hvað um þann mannskap, sem spítalinn hefur misst vegna fjárskorts en þarf á að halda og hve mikið rekstrarfé vantar sem ekki hefur fengist í dag? Er það trúverðugt að til standi að búa hið nýja húsnæði sömu úr sér gengnu tækjum og Lsp þarf að sætta sig við og að mannskapurinn verði áfram jafn takmarkaður, vinnnálagið illbærilegt og öll yfirvinna bönnuð? Í lögum um heilbrigðisþjónustu frá 2007 segir, að Lsp/háskólasjúkrahús eigi að sinna því sem næst öllum sérgreinum í læknis- og hjúkrunarfræðum sem spítalinn gerir ekki í dag eins og þeir Ólafur og Kristján benda réttilega á. Læknarnir þrír hljóta að vita hvort í byggingaáformunum sé ráðgert að bæta fleiri sérgreinum læknisfræði við verksvið Lsp og þá hvað þarf til þess af viðbótarbúnaði og viðbótarmannskap og hvaða viðbót í rekstrarfjárframlögum. Í sömu lögum segir að Lsp/háskólasjúkrahús eigi svo að sjá fyrir þörfum um menntun sérfræðinga, í sem flestum greinum læknis- og hjúkrunarfræða, en sú menntun er nú sótt til útlanda, kostuð af erlendum þjóðum og veitt á háskólaspítulum milljónaþjóða þar sem nægilega mörg flókin og erfið úrlausnarefni bjóðast til þess að unnt sé að þjálfa sérfræðinga til þess að fást við flóknustu viðfangsefni sinnar sérgreinar. Slíka aðstöðu býður Lsp ekki. Læknarnir þrír hljóta hins vegar að vita hvort þrátt fyrir það sé ætlunin að hefja þar sérfræðinám í einhverjum og þá í hvaða nýjum sérgreinum læknisfræði eins og kveðið er á um í lögunum frá 2007. Hvað þurfi til þess og hvað það kosti. Vísar frá sérÖllum hlýtur að vera ljóst, að í jafn viðamiklum áformum og felast í byggingu nýs Landspítala hljóta að felast áform um breytingu og uppstokkun á sjúkrahúsaþjónustu á Íslandi. Spítalanum hlýtur að vera ætlað að sjá um a.m.k. flestar þær aðgerðir, sem nú eru stundaðar á öðrum sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Jóhannes Gunnarsson vísar hins vegar þessari spurningu frá sér. Vill að ráðuneytið svari. Hvers vegna? En gott og vel. Þá væntanlega svarar það – mér og Jóhannesi. Er nokkur áhætta fólgin í því að opna umræðu um málið á grundvelli fyrirliggjandi gagna? Þetta eru spurningarnar, sem ég hef spurt en ekki fengið svar við. Jóhannes hefur boðið mér að koma á fund þeirra Lsp-manna. Ég þakka gott boð. Vænti þá þess að fá svörin við spurningum mínum þar – en ekki frásagnir um eitthvað allt annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðun Tengdar fréttir "Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins“ Í aðsendri grein Sighvats Björgvinssonar þ. 21. maí 2012 greinir Sighvatur snöfurmannlega kjarnann frá tittlingaskít og aukaatriðum og dregur fram nokkrar spurningar sem hann telur að menn hafi látið hjá líða að ræða, þá sennilega vegna þess að menn treysti sér ekki í slíka umræðu. 25. maí 2012 06:00 Svar við bréfi Sighvats Í stuttri grein Sighvats Björgvinssonar í Fréttablaðinu 24. maí sl. þar sem hann þakkar fyrir svar mitt við grein hans í sama blaði mánudaginn 21. maí ber hann enn fram nokkrar spurningar sem sjálfsagt er að svara. 25. maí 2012 06:00 Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Ég á ekki í deilum við nokkurn mann um Landsspítala/háskólasjúkrahús – og ætla mér það ekki. Ég hef bara spurt nokkurra spurninga – en fátt verið um svör. Í grein Jóhannesar Gunnarssonar er miklu rými varið í að vitna í meira en tveggja áratuga gömul ummæli mín - en svör engin gefin. Í síðari grein sinni vísar hann spurningu einfaldlega frá sér. Í greinum Ólafs Baldurssonar og Kristjáns Erlendssonar er álíka miklu rými varið í að ræða gæði íslenska heilbrigðiskerfisins og Lsp. Ég spurði ekki um það. Það veit ég. Þessi viðbrögð eru hins vegar dæmigerð um viðbrögð Íslendinga þegar þeir eru beðnir um að ræða kjarna máls. Málum drepið á dreif. Af hverju spurt?Af hverju er spurt? Um margra ára skeið hafa ekki verið til fjármunir til nauðsynlegs viðhalds á byggingum Lsp. Sumir hlutar þeirra halda hvorki vatni né vindi. Dýr en bráðnauðsynlegur tækjabúnaður er kominn langt fram yfir áformaðan endingartíma – en hvorki hægt að endurnýja né kaupa nýtt. Starfsfólki hefur stórum fækkað vegna fjárskorts, yfirvinna bönnuð og dregið hefur stórlega úr þjónustu með tímabundnum og varanlegum lokunum – nú síðast á Grennsásdeild. Forstjóri Lsp segir sjálfur að grunnþjónustu spítalans sé í hættu stefnt. Þegar svo er ástatt um fjárhag þjóðarinnar er tilkynnt að til standi miklar byggingaframkvæmdir við nýjan spítala sem allt eigi að fjármagna með lánum! Núverandi stjórnunarkynslóð ætlar að byggja. Komandi stjórnunarkynslóðir eiga að borga! Er ekki hverjum og einum sanngjörnum manni ljóst, að við þessar aðstæður hljóta að vakna spurningar um hvað vera eigi í kassanum. Yfir hvað er verið að byggja? Vita en vilja ekki svaraLæknarnir þrír vita nákvæmlega hve mikils fjár er vant til þess að hægt sé að sinna í hinni nýju byggingu með fullnægjandi hætti þeirri þjónustu, sem Lsp berst við að viðhalda í dag. Hvað þarf til þess af nýjum tækjum og búnaði, hvað um þann mannskap, sem spítalinn hefur misst vegna fjárskorts en þarf á að halda og hve mikið rekstrarfé vantar sem ekki hefur fengist í dag? Er það trúverðugt að til standi að búa hið nýja húsnæði sömu úr sér gengnu tækjum og Lsp þarf að sætta sig við og að mannskapurinn verði áfram jafn takmarkaður, vinnnálagið illbærilegt og öll yfirvinna bönnuð? Í lögum um heilbrigðisþjónustu frá 2007 segir, að Lsp/háskólasjúkrahús eigi að sinna því sem næst öllum sérgreinum í læknis- og hjúkrunarfræðum sem spítalinn gerir ekki í dag eins og þeir Ólafur og Kristján benda réttilega á. Læknarnir þrír hljóta að vita hvort í byggingaáformunum sé ráðgert að bæta fleiri sérgreinum læknisfræði við verksvið Lsp og þá hvað þarf til þess af viðbótarbúnaði og viðbótarmannskap og hvaða viðbót í rekstrarfjárframlögum. Í sömu lögum segir að Lsp/háskólasjúkrahús eigi svo að sjá fyrir þörfum um menntun sérfræðinga, í sem flestum greinum læknis- og hjúkrunarfræða, en sú menntun er nú sótt til útlanda, kostuð af erlendum þjóðum og veitt á háskólaspítulum milljónaþjóða þar sem nægilega mörg flókin og erfið úrlausnarefni bjóðast til þess að unnt sé að þjálfa sérfræðinga til þess að fást við flóknustu viðfangsefni sinnar sérgreinar. Slíka aðstöðu býður Lsp ekki. Læknarnir þrír hljóta hins vegar að vita hvort þrátt fyrir það sé ætlunin að hefja þar sérfræðinám í einhverjum og þá í hvaða nýjum sérgreinum læknisfræði eins og kveðið er á um í lögunum frá 2007. Hvað þurfi til þess og hvað það kosti. Vísar frá sérÖllum hlýtur að vera ljóst, að í jafn viðamiklum áformum og felast í byggingu nýs Landspítala hljóta að felast áform um breytingu og uppstokkun á sjúkrahúsaþjónustu á Íslandi. Spítalanum hlýtur að vera ætlað að sjá um a.m.k. flestar þær aðgerðir, sem nú eru stundaðar á öðrum sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Jóhannes Gunnarsson vísar hins vegar þessari spurningu frá sér. Vill að ráðuneytið svari. Hvers vegna? En gott og vel. Þá væntanlega svarar það – mér og Jóhannesi. Er nokkur áhætta fólgin í því að opna umræðu um málið á grundvelli fyrirliggjandi gagna? Þetta eru spurningarnar, sem ég hef spurt en ekki fengið svar við. Jóhannes hefur boðið mér að koma á fund þeirra Lsp-manna. Ég þakka gott boð. Vænti þá þess að fá svörin við spurningum mínum þar – en ekki frásagnir um eitthvað allt annað.
"Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins“ Í aðsendri grein Sighvats Björgvinssonar þ. 21. maí 2012 greinir Sighvatur snöfurmannlega kjarnann frá tittlingaskít og aukaatriðum og dregur fram nokkrar spurningar sem hann telur að menn hafi látið hjá líða að ræða, þá sennilega vegna þess að menn treysti sér ekki í slíka umræðu. 25. maí 2012 06:00
Svar við bréfi Sighvats Í stuttri grein Sighvats Björgvinssonar í Fréttablaðinu 24. maí sl. þar sem hann þakkar fyrir svar mitt við grein hans í sama blaði mánudaginn 21. maí ber hann enn fram nokkrar spurningar sem sjálfsagt er að svara. 25. maí 2012 06:00
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun