Erlent

Sungu barnalag gegn Breivik

Fjölmennur útifundur EskilPedersen, leiðtogi ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins, ávarpar mannfjöldann.nordicphotos/AFP
Fjölmennur útifundur EskilPedersen, leiðtogi ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins, ávarpar mannfjöldann.nordicphotos/AFP
Meðan fólk, sem lifði af árásir Anders Behrings Breivik í sumar, skýrði frá skelfilegri reynslu sinni við réttarhöldin í Ósló, komu tugir þúsunda saman í miðborginni og sungu lítið barnalag, sem hryðjuverkamaðurinn hafði reynt að koma óorði á.

„Við erum ekki hérna hans vegna, heldur vegna okkar sjálfra," sagði Eskil Pedersen, leiðtogi ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins, í ávarpi sínu til mannfjöldans.

Norðmenn hafa upp til hópa hneykslast mjög á kaldlyndi fjöldamorðingjans. Þeir hafa brugðist við með því sýna afdráttarlausan stuðning við allt það sem hann er á móti. Í staðinn fyrir að tjá reiði sína gagnvart Breivik þá keppast þeir um að lýsa stuðningi við umburðarlyndi og lýðræði.

Breivik sagði við réttarhöldin í síðustu viku að lagið, sem heitir Regnbogabörn, sé dæmigert fyrir tilraunir fjölmenningarsinna til að innræta börnum skoðanir sínar.

Breivik hefur viðurkennt að hafa drepið 77 manns í sprengjuárás í Ósló og skotárás á Úteyju, þar sem ungliðahreyfing Verkamannaflokksins var með tjaldbúðir.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×