Getur þýtt gjaldþrot eða frekari aðlögun 25. apríl 2012 04:00 á sjó Enn er varað við hærra veiðigjaldi vegna stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. fréttablaðið/jse Þau fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa þegar farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu horfa mörg hver fram á frekari fjárhagslega erfiðleika, nái frumvarp til laga um veiðigjöld fram að ganga. Lítil og meðalstór fyrirtæki, mörg í smærri sjávarbyggðum, lenda helst í vanda en stærstu útgerðirnar þola hækkað veiðigjald, en það takmarkar þróun og vöxt félaganna. Þetta er meðal niðurstaðna umsagnar Arion banka um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjald sem barst Atvinnuveganefnd Alþingis í gær. Umsögnina skrifar Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. Höskuldur segir í umsögn sinni að frumvarpið um veiðigjöld muni veikja stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi til muna og gera mörgum þeirra ókleift að standa við skuldbindingar sínar. Hann segir að staða margra fyrirtækja í dag gefi svigrúm til fjárfestinga en það svigrúm sé úr sögunni með þeim gjöldum sem kynnt eru í frumvarpinu. Það komi til með bitna verst á félögum með gamlan skipaflota og hafa ekki ráðist í endurnýjun hans á undanförnum árum. Það vekur athygli að Höskuldur telur „vart tímabært að taka afstöðu til upphæðar veiðigjaldsins fyrr en sátt hefur náðst um útreikninginn á veiðigjaldsstofninum" og segir vankanta á forsendum um útreikning á veiðigjaldsstofninum. Þá segir að veiðigjald upp á 60% af reiknaðri auðlindarentu í byrjun sé of hátt og lítið svigrúm gefið til aðlögunar þar sem gjaldið hækki úr 60% í 70% á þremur árum. „Bankinn telur að heppilegra hefði verið að byrja á mun lægri skattprósentu og endurskoða álagninguna að ákveðnum tíma liðnum. Þannig væri gefið svigrúm til næstu ára til fjárfestinga í tækjum og skipastól sem setið hefur á hakanum á undanförnum árum." Telur Höskuldur að hömlur á fjárfestingu dragi verulega úr samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og stuðli að óhagkvæmri útgerð fiskiskipa og óarðbærum rekstri í sjávarútvegi. Minnir hann á að flotinn verður sífellt eldri og sé nú með hæsta meðalaldur síðustu tveggja áratuga. Þá kemur fram í umsögninni að eðlilega gæti verið að gjaldtaka hvers árs miði við meðaltal þriggja (eða fleiri) ára sem myndi tryggja að tekjustreymi til ríkisins yrði fyrirsjáanlegra milli ára sem og gjaldtaka hvers og eins fyrirtækis. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Þau fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa þegar farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu horfa mörg hver fram á frekari fjárhagslega erfiðleika, nái frumvarp til laga um veiðigjöld fram að ganga. Lítil og meðalstór fyrirtæki, mörg í smærri sjávarbyggðum, lenda helst í vanda en stærstu útgerðirnar þola hækkað veiðigjald, en það takmarkar þróun og vöxt félaganna. Þetta er meðal niðurstaðna umsagnar Arion banka um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjald sem barst Atvinnuveganefnd Alþingis í gær. Umsögnina skrifar Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. Höskuldur segir í umsögn sinni að frumvarpið um veiðigjöld muni veikja stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi til muna og gera mörgum þeirra ókleift að standa við skuldbindingar sínar. Hann segir að staða margra fyrirtækja í dag gefi svigrúm til fjárfestinga en það svigrúm sé úr sögunni með þeim gjöldum sem kynnt eru í frumvarpinu. Það komi til með bitna verst á félögum með gamlan skipaflota og hafa ekki ráðist í endurnýjun hans á undanförnum árum. Það vekur athygli að Höskuldur telur „vart tímabært að taka afstöðu til upphæðar veiðigjaldsins fyrr en sátt hefur náðst um útreikninginn á veiðigjaldsstofninum" og segir vankanta á forsendum um útreikning á veiðigjaldsstofninum. Þá segir að veiðigjald upp á 60% af reiknaðri auðlindarentu í byrjun sé of hátt og lítið svigrúm gefið til aðlögunar þar sem gjaldið hækki úr 60% í 70% á þremur árum. „Bankinn telur að heppilegra hefði verið að byrja á mun lægri skattprósentu og endurskoða álagninguna að ákveðnum tíma liðnum. Þannig væri gefið svigrúm til næstu ára til fjárfestinga í tækjum og skipastól sem setið hefur á hakanum á undanförnum árum." Telur Höskuldur að hömlur á fjárfestingu dragi verulega úr samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og stuðli að óhagkvæmri útgerð fiskiskipa og óarðbærum rekstri í sjávarútvegi. Minnir hann á að flotinn verður sífellt eldri og sé nú með hæsta meðalaldur síðustu tveggja áratuga. Þá kemur fram í umsögninni að eðlilega gæti verið að gjaldtaka hvers árs miði við meðaltal þriggja (eða fleiri) ára sem myndi tryggja að tekjustreymi til ríkisins yrði fyrirsjáanlegra milli ára sem og gjaldtaka hvers og eins fyrirtækis. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira