Innlent

Lóa var í raun starri að herma

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar
Fuglafræðingur telur að starrinn hafi verið að herma eftir lóunni, sem sé ekki komin til landsins.
Fuglafræðingur telur að starrinn hafi verið að herma eftir lóunni, sem sé ekki komin til landsins.

Lóan er ekki komin til landsins, að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings og formanns Fuglaverndarfélags Íslands.

Fréttir bárust af því um síðustu helgi að fyrsta lóan væri komin til landsins og héldi til á Eyrarbakka. Jóhann Óli segir í samtali við dfs.is að þetta sé ekki rétt. Of snemmt sé til þess að lóan geti verið komin.

Þarna hafi því verið á ferðinni starri að herma eftir lóu, enda hafi konan sem tilkynnti um lóuna aðeins heyrt í henni en ekki séð hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×